Auglýsing

Heimsókn í skóla á Degi íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur 16. september ár hvert og hafa fjölmargir skólar haldið daginn hátíðlegan með þátttöku í verkefninu „Náttúran í nærumhverfinu“. Verkefnið felur í sér að nemendur eru hvattir til að nota náttúruna sem innblástur listrænnar sköpunar og er það útfært sérstaklega fyrir hvert aldursstig.

Ungt fólk hefur staðið í stafni þeirrar vakningar sem orðið hefur í umhverfismálum á undanförnum misserum.

Á morgun, á Degi íslenskrar náttúru, munu þau Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynna sér skapandi starf grunnskólabarna sem nýta sér náttúruna til listsköpunar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sækir heim nemendur 1. og 4. bekkjar í Hvolsskóla á Hvolsvelli klukkan 8.30 á morgun.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mun klukkan 12.00 á morgun fylgjast með nemendum í 7. bekk vinna að listsköpun sinni.

Í tengslum við Dag íslenskrar náttúru afhendir umhverfis- og auðlindaráðherra tvær viðurkenningar: Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti og Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing