Auglýsing

Helga Dýrfinna: „Margar konur svo veikar þarna úti en ekkert finnst“

Helga Dýrfinna Magnúsdóttir segir sína hlið á afleiðingum þess að láta setja gelpúða í brjóstin og þeirri þrautagöngu sem hún gekk í gegnum áður en það uppgötvaðist að púðarnir láku. Það var ekki fyrr en hún losnaði við brjóstapúðana að heilsan fór að batna. Hún segir mikilvægt að tala um áhrif brjóstapúða á heilsu kvenna og að þær fái greiningu á vandamálum sem fylgja þeim.

Helga er 37 ára gömul, gift kona og býr í Þýskalandi rétt fyrir utan Frankfurt. Hún á tvo stráka, 11 ára, og 3 ára. Hún útskrifaðist af náttúru- og eðlisfræðibraut í menntaskóla, fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur og hóf nám í háskóla. Hún segist hafa tekið þá ákvörðum sama ár, 2004, að fara í brjóstastækkun, hún hafi verið flatbrjósta. Helga var í  heilbrigðisverkfræði þegar hlutirnir tóku stefnu í aðra átt sem urðu til þess að hún náði ekki að klára námið.

 

Þetta er brot úr lengra viðtali. Finna má það í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

 

„Ég þekkti margar stelpur sem voru með gelpúða í brjóstunum og það gekk allt vel þannig að ég spáði ekki mikið í hvað gæti hugsanlega komið upp á. Mér var líka sagt að það væri um 3 prósent sem höfnuðu prjóstapúðunum og þá yrðu brjóstin hörð. Það var aldrei þannig hjá mér, brjóstin voru allan tímann mjúk. Ég lét alltaf fylgjast með þeim og það var aldrei neitt grunsamlegt í sambandi við þau.“

„Það sem gerðist hjá mér var að það það lak úr brjóstunum án þess að það væru nokkur sjáanleg merki, en það er kallað silicon bleeding …“

Mjög veik en enginn vissi neitt

Helga fann fyrir óeðlilegri þreytu á háskólaárunum, varð kvíðin og átti um tíma erfitt með að muna hluti. Það fannst ekkert að og hún varð svo greind með vefjagigt og þunglyndi og fékk lyf við því. „Lyfin hjálpuðu mér ekki varðandi námið. Ég var til dæmis líka með undarlega tilfinningu í hægri fæti, einhvern dofa.“

Árið 2009 kynntist hún manninum sínum í Queen of the World-fegurðarsamkeppninni. Hann flutti til Íslands en fann sig ekki og þau fóru saman út. „Hjónabandið var erfitt, hann hélt fram hjá mér og beitti mig andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ég varð ófrísk og á 32. viku fékk ég miklar hríðir sem voru stoppaðar. Á 35. viku var barnið tekið með keisara því mér var ekki treyst til að fæða eðlilega og þá var ég komin í hjólastól vegna þess að ég var með verki um allan líkamann.“ Helga hóf síðar feril sem söngkona en hún hafði lært söng heima.

Hvernig kom það í ljós að það var eitthvað að gelpúðunum? „Það kom ekki í ljós með þeim hætti að einhver hafi uppgötvað það eða fundið út úr því, eiginlega varð ég bara veik, fór oft upp á spítala á þessum tíma, en það fannst aldrei neitt. Ég fékk hjartsláttaróreglu, var dofin hægra megin og í eitt skipti var talið að ég væri með heilablóðfall. Ég þoldi svo til engan mat, ef ég borðaði eitthvað gat ég orðið veik af honum, var með ógleði og innri skjálfta en ekkert fannst.

Ég var svo greind með vefjagigt og glútenóþol. Ég hugsaði; ég verð bara að finna út úr því hvað ég get gert. Ég reyndi að borða hollan mat og hreyfa mig – ég lagaðist inn á milli en ekki nóg. Ég fór þá sjálf markvisst að leita leiða. Ég rakst á síðu á Facebook í Þýskalandi þar sem kom í ljós að margar stelpur voru veikar eftir að hafa fengið sílíkonpúða í brjóstin og lýsingar þeirra voru nákvæmlega eins og það sem hrjáði mig,“ segir Helga með áherslu.

Komst í hendurnar á réttum lækni

„Það sem gerðist hjá mér var að það lak úr brjóstunum án þess að það væru nokkur sjáanleg merki, en þetta er kallað silicon bleeding og sást í ómskoðun,“ segir Helga. „Líkaminn í raun varaði mig ekkert við, það kom einungis mjög þunnur örvefur þar sem blæðingin var og allt virtist í lagi en það voru 200 g af sílíkoni sem láku út í líkamann.“

Aðspurð segir hún að það sé mælt með að konur fari í tékk og láti athuga hvort púðarnir séu í lagi, hvort þeir leki, opnist eða rifni, hvort brjóstin verði hörð o.fl. sem geti gefið vísbendingar um að líkaminn sé að hafna þeim.

„Það eru svo margar konur þarna úti sem eru mjög veikar en ekkert finnst að þeim.

Ég hef sett einhverjar upplýsingar inn á Facebook-síðu á Íslandi en ég hef aflað mér upplýsinga hér úti þar sem þessi mál hafa verið rannsökuð. Á Íslandi er enginn, virðist vera, sem finnur út úr því að púðarnir geti valdið þessum einkennum eða viðurkennir það. Ég var heppin að finna sambærilega Facebook-síðu úti því þar fann ég lækna sem þekkja þessi vandamál.

Ég fór til rétta læknisins sem fann út að ég væri með silicon bleeding og það leiddi til þess að púðarnir voru teknir.“

Helga segir að þá hafi komið í ljós að 200 g af sílíkoni höfðu farið út í líkamann og að hún hafi einnig verið greind af gigtarlækni með sjálfsofnæmissjúkdóm sem kallast ACA-heilkenni. „Gelpúðarnir valda honum og hann kemur í köstum. Hjá mér var ástandi orðið mjög slæmt, ég átti kannski tvo góða daga og var svo slæm í heila viku, með ógleði, hjartsláttartruflanir,  dofa öðrum megin og fleira. Þetta var hræðilegt, ég var rosalega veik og enginn vissi neitt,“ segir hún og tekur utan um hvert orð. „Ég er svo fegin að ég fann út úr þessu annars hefði þetta ástand líklega haldið áfram.“

Helga segir að í Hollandi vilji menn banna brjóstapúða. Þar er rannsóknarstofa, Kostkids, sem hefur rannsakað áhrif sílíkonpúða og leka úr þeim á fóstur en sílíkon hefur áhrif á prótín og fóstur þroskast ekki almennilega. Það vantar samt rannsóknir og það hefur aldrei komið rannsókn um að púðarnir séu öruggir. Í raun berst líkaminn gegn þessum aðskotahlutum allan tímann,“ segir Helga.

„Allir púðar leka“

Helga var með gelpúðana í 17 ár. Eftir að yngri sonurinn fæddist fyrir þremur árum versnaði heilsan. „Hvers vegna veit ég ekki en hormónabreytingarnar hafa áhrif á sjálfsofnæmissjúkdóm. Henry Dijkman er hollenskur vísindamaðursem hefur mikið rannsakað áhrif brjóstapúða á konur. Hann segir: „Allir púðar leka“. Það sé bara misjafnt hvort konur verði veikar og hve mikið. Líkami minn varði sig ekki og efnið fór út í hann strax, þess vegna varð ég svona veik, en hjá sumum kemur örvefur sem ver líkamann og þá er sílíkonið fast þar. Dijkman segir að sílíkonið geti farið út um allan líkamann, upp í heila, í mænuvökvann en ef það fer þangað ganga hlutirnir ekki til baka, eins og var í mínu tilfelli, ég var bara heppin. Ég fann heilsuhús sem bauð upp á náttúrulækningar hér í Þýskalandi og var sett í meðferð til að ná þessu úr líkamanum. Síðan hefur mér liðið miklu betur. “

Hefurðu eitthvað talað við þinn lækni hér sem framkvæmdi aðgerðina í upphafi? „Jú, ég hef verið í sambandi við hann, en þetta er falið vandamál og ekki mikið rannsakað á Íslandi. Ég held að það séu margir læknar sem þekkja ekki þessar afleiðingar. Mér finnst lítið vera talað um þetta. Una Emilsdóttir læknir hefur rannsakað mikið hvað eitur gerir líkamanum. Og þetta eru akkúrat einkennin, hjartsláttartruflanir og dofi í líkamanum. Fólk veit þetta oft ekki og þess vegna þarf að segja frá þessu. Stelpur og konur sem lenda í þessu eru oft greindar með allt annað. En ef púðarnir eru teknir úr eru um 80% líkur á að þær lagist.“

Sú aðgerð er hins vegar dýr og segist Helga hafa greitt um eina milljón fyrir hana í Þýskalandi í maí 2021. „Það er líka mikið atriði að púðarnir séu teknir rétt úr. Ef sílíkonið er í örvefnum, og verður eftir þar getur það lekið út, eða ef það lekur í aðgerðinni geta konur orðið veikar eftir að púðarnir eru teknir. Hjá mér hefði það ekki skipt miklu máli af því það var enginn örvefur en það er möguleiki á að fá krabbamein í örvefinn, eftir því sem er talið hér úti. Þetta var ástæðan fyrir því að læknarnir vildu taka örvefinn hjá mér, það litla sem var.“

„Það vantar rannsóknir og það hefur aldrei komið rannsókn um að púðarnir séu öruggir. Í raun berst líkaminn gegn þessum aðskotahlutum allan tímann.“

Eru einhver dæmi um konur með brjóstapúða sem séu að ganga í gegnum það sama og þú gerðir? „Já,“ segir hún ákveðin. „Heima á Íslandi eru margar konur í þeim sporum að hafa ekki verið greindar og eru með þessi sömu einkenni og ég var með, frásagnir þeirra eru eins og mín.“

Helga segir aðspurð aðÞjóðverjar séu að sækja í sig veðrið með rannsóknum á þessu sviði en Bandaríkjamenn og Hollendingar hafi sinnt þessu best, umræðan sé að aukast. „Ónæmiskerfið ræðst á líffærin, en ég hef ekki fengið kast í bráðum ár, ég notaðist við hjálækningar, blóðið var mælt og ég fór á kúr, fékk steinefni, vítamín og fleira og nú get borðað allt, finn ekki fyrir neinu lengur,“ segir hún glöð.

 

Mynd: Björn Friedrich
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing