Alls deila rúmlega 3.500 miðaeigendur með sér tæpum 117 milljónum eftir nóvemberútdráttinn í Happdrætti Háskóla Íslands. Má þar helst nefna miðaeigandann sem fékk hæsta vinning í Aðalútdrætti og fær 5 milljónir í sinn hlut. Tveir fengu 2,5 milljónir, sex fengu milljón og hvorki fleiri né færri en tuttugu fengu hálfa milljón.
„Happdrætti Háskólans óskar vinningshöfum innilega til hamingju með vinninga sína og við gleðjumst yfir því að halda áfram að fjölga heppnum og glaðlegum Íslendingum,“ segir í tilkynningu frá happdrættinu.
Milljónaveltan gekk ekki út í nóvember mun því potturinn verða sexfaldur í desemberútdrættinum eða 60 milljónir og verður það ekki amalegur jólaglaðningur fyrir einn heppinn miðaeiganda.