Enginn var með allar tölur réttar í EuroJackpot útdrætti vikunnar, en heppinn Þjóðverji var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 336 milljónir króna í vinning. Níu skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 13 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi, Ungverjalandi, þrír í Finnlandi og þrír í Þýskalandi.
Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 2 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Íssel á Smáratorgi í Kópavogi.
Þá voru þrír með 4 réttar tölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup Furuvöllum á Akureyri, Olís á Borgarnesi og einn miðinn var keyptur á Lottó appinu.