Danskur lektor að segja mér frá ferð sinni í kringum Ísland:
Dani: Stoppuðum á Egilsstöðum og fórum svo …
Ég: Já, svo yndislegt á Egilsstöðum og gróðurinn …
Dani: Egilsstaðir eru svona bær eins og við segjum um í Danmörku: Óþarfi að stoppa þar nema einhver þurfi að skíta.— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) July 12, 2020
Takið þið kloflímmiðann úr nýjum sundbol eða hafið hann í iittala style?
— Berglind Festival (@ergblind) July 12, 2020
Á innan við sólarhring líkti ókunnugt fólk mér við Tormund í Game of Thrones og Harry prins og ég var spurður hvort ég væri bróðir Rósu Guðbjarts. pic.twitter.com/tOImXHjIas
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) July 12, 2020
Ég dýrka hot skvísugellurnar sem eru með neglur og hárlengingar og alltaf að skála við vinkonurnar sínar í story en eru svo líka bara eitthvað að útskrifast úr lífefnasameindalíffræði. Legally blonde energy ?????
— Fríða (@Fravikid) July 12, 2020
Fyrir mér er eitt af stærstu undrum lífsins hvernig maður getur verið með einhverju liði í grunnskóla og svo bara ALDREI REKIST Á ÞAÐ AFTUR
— Hildur (@hihildur) July 12, 2020
Dóttir mín syngur lagið Gordjöss svona:
„Það geta’ ekki allir veriðí Gore-Tex“
Ég mun aldrei leiðrétta hana.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 12, 2020
Ég :“veit ekki með samsæriskenningar um að síminn hlusti og fari að senda auglýsingar í samræmi við það. Síminn minn er til dæmis alltaf bara að senda mér eitthvað um enska boltann“@atlifannar :“Þú ert alltaf að tala um að þig langi til að byrja með íþróttafréttamanni“
Ég: „?“— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) July 12, 2020
Var að læra að ef maður fer með kærastanum sínum á útirave með svartan labrador halda allir að maður sé fíknó
— Fríða (@Fravikid) July 11, 2020
Pabbi (57): „þarf ég að taka sólgleraugun með..? Það verður reyndar engin sól… eða jú ég tek þau með til að vera flottur á mynd“ ?
— Alma (@Melsted) July 11, 2020
Það hringdu 2 aðilar í mig í útsendingu til að kvarta yfir að hafa ekki heyrt Pink Floyd á Rás 2 í örugglega 3 ár. Svo ég spurði hvort þeir vildu ekki bara óskalag.
Og eftir 2 mín af hugsunartíma, gátu þeir ekki nefnt eitt lag til að biðja um.
2 mínútur.
— Atli Már Steinarsson (@RexBannon) July 11, 2020
Erfitt fyrir svona merkjafrík eins og mig að standast freistinguna pic.twitter.com/wIvp1E1rQj
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) July 11, 2020
vikuleg samtöl við nágranna minn þegar ég er að slá bakgarðinn:
– daginn!
– það er verið að slá?
– já það þarf að halda þessu við
– já þetta er heilmikil vinna
– já slær sig ekki sjálft— ?? óskar steinn ?? (@oskasteinn) July 10, 2020
Mig langar að skrifa svona Da Vinci Code bók sem gerist á Íslandi. En veit ekki alveg um hvað hún á að vera. Er samt búinn að punkta hjá mér „Kiwanis“ og „leynisósan á Hlöllabátum“. Þetta verður eitthvað.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) July 10, 2020
Jæja þá er Levi’s búðin loksins búin að láta smíða Kára Stefáns gínur pic.twitter.com/XogKtI4UaO
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) July 10, 2020
Sló könguló af mér og hún flaug á gólfið í bílnum og ég sé ekki hvar hún er svo nú þarf ég að fá mér annan bíl.
— Katrín Atladóttir (@katrinat) July 9, 2020
Gleymi aldrei sólbrúna farandsölumanninum sem bankaði upp á Bolungarvík og seldi mömmu þessa ryksugu. Eftir að hafa farið um húsið eins og ninja, vippaði hann sér upp á stól og skrúfaði niður ljósaperu með græjunni. Mamma tók andköf og reif upp ávísanaheftið. pic.twitter.com/6iXCdZzr7f
— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) July 9, 2020
Lötu unglingavinnukrakkarnir sem ég sá í dag glöddu mig svo mikið að ég ákvað að búa til mynstur úr þeim. Það gæti verið fallegt á verkstjórablússu. pic.twitter.com/EwRqehQQNS
— Lóa (@Loahlin) July 9, 2020
Dóttir mín útskýrði fyrir mér hvernig börnin verða til í gær. Það byrjar á því að fólk hittist til þess að stofna kynlíf.
— Emmsjé (@emmsjegauti) July 8, 2020
Hversu margar grillaðar samlokur og margarítupizzur má barnið mitt fá í þessu sumarfríi áður en yfirvöld skerast í leikinn?
— Birta (@birtasvavars) July 8, 2020
Kærastinn minn er samviskusamlega búinn að taka af sér gleraugun í hvert einasta skipti sem hann fer í augnskannann í World Class í þrjú ár, þangað til í gær þegar hann prófaði að gera það ekki og komst að því að skanninn virkar þegar hann er með gleraugu
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) July 8, 2020
Sonur: „Hvað ertu gamall pabbi?“
Ég: „38 ára.“
Sonur: „Bara alveg að fara að deyja.“#hressandi#pabbatwitter
— Óskar Eiríksson (@oskarei) July 7, 2020
Mér er sama hvað hver segir. Hamborgarar í álpappírs bréfi með bláu og eða rauðu munstri eru lang bestir.
— Aron Leví Beck (@aron_beck) July 6, 2020