Auglýsing

Herra Hnetusmjör er Bæjarlistamaður Kópavogs 2020

Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör var valinn Bæjarlistamaður Kópavogs en tilkynnt var um valið í Vatnsendaskóla í Kópavogi í dag, á 65 ára afmæli Kópavogsbæjar. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

„Herra Hnetu­smjör hefur ekki farið leynt með stolt sitt af því að vera Kópa­vogs­búi og borið hróður bæjarins víða allt frá því að hann hóf að starfa sem tón­listar­maður árið 2014. Í textum hans er Kópa­vogur alltaf í for­grunni og hefur verið frá upp­hafi,“ segir í til­kynningu um valið.

„Það er alveg geggjað að fá þessa viður­kenningu frá Kópa­vogs­bæ eftir að hafa lagt alla þessa vinnu inn, þetta er því­líkur heiður og ég er gríðar­lega þakk­látur,“ segir Herra Hnetu­smjör í til­kynningu um málið. Hann tekur við sem Bæjar­lista­maður Kópa­vogs af Rögnu Fróða­dóttur, textíl­hönnuði og mynd­listar­manni.

„Ég þakka kær­lega fyrir stuðninginn frá Kópa­vogs­búum gegnum árin og þakka Kópa­vogs­bæ fyrir viður­kenninguna.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing