Auglýsing

Hildur hlaut Emmy-verðlaun í nótt

Hildur Guðnadóttir vann í nótt til Emmy-verðlauna en þetta er í fyrsta sinn sem Hildur hlýtur slík verðlaun. Verðlaunin hlaut hún fyrir tónlistina í þáttunum Chernobyl.

Tónlist hennar í þáttunum hefur vakið mikla athygli en hún er öll sett saman úr hljóðum sem tekin voru upp í kjarnorkuveri. Hild­ur nýtti engin hljóðfæri til þess að vinna tón­list­ina fyr­ir þætt­ina en hún notaði sína eig­in rödd.

Hildur tileinkaði fólkinu sem þjáðist eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl verðlaunin.

„Fyrir alla sem hafa þurft að þjást eftir Chernobyl, takk fyrir að leyfa okkur að segja þessa sögu.“ sagði hún.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing