Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut í nótt Óskarsverðlaun fyrir tónlist í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hún er fyrst Íslendinga til þess að hljóta þessi virtu verðlaun.
Hildur hefur verið á sannkallaðri sigurgöngu síðustu mánuði og hefur hún nú unnið Óskarsverðlaun, Golden Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun fyrir tónlist sína í Joker og bæði Grammy- og Emmy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl.
Hér fyrir neðan má heyra þakkarræðu Hildar frá því í nótt:
#Oscars Moment: Hildur Guðnadóttir (@hildurness) wins Best Original Score for @jokermovie. pic.twitter.com/uwrOuBszuD
— The Academy (@TheAcademy) February 10, 2020