Auglýsing

Hildur hlaut Óskarinn

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlaut í nótt Óskarsverðlaun fyrir tónlist í flokki kvikmyndatónlistar fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hún er fyrst Íslendinga til þess að hljóta þessi virtu verðlaun.

Hildur hefur verið á sannkallaðri sigurgöngu síðustu mánuði og hefur hún nú unnið Óskar­sverðlaun, Gold­en Globe-verðlaun og BAFTA-verðlaun fyr­ir tónlist sína í Joker og bæði Grammy- og Emmy-verðlaun fyr­ir tónlist sína í þátt­un­um Cherno­byl.

Hér fyrir neðan má heyra þakkarræðu Hildar frá því í nótt:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing