Það var ljónheppinn lottóspilari í Litháen sem var aleinn með allar Lottó tölur réttar og hlýtur því óskiptan 1. vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 2 milljarða, nánar tiltekið 2.024.381.740 krónur. Tveir skiptu mér sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 19 milljónir, annar miðinn var keyptur í Noregi en hinn í Danmörku. Hinn al-íslenski 3. vinningur gekk einnig út en þrír spilarar skiptu honum bróðurlega á milli sín, tveir þeirra eru með tölurnar í áskrift og einn keypti lukkumiðann á lotto.is.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en sjö miðaeigendur nældu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall hver, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: Tjarnagrilli í Reykjanesbæ, Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum, Fjarðarkaupum í Hafnarfirði, N1 Fossvogi í Reykjavík, á lotto.is, í LottóAppinu og einn er með tölurnar sínar í áskrift.