Veðrinu í dag er misskipt á milli landshluta og verður vætusamt á sunnanverðu landinu en sól og blíða fyrir norðan.
Sunnanátt, víða 5-10 m/s í dag og rigning sunnan- og vestantil á landinu og hiti 10 til 15 stig. Annað upp á teningnum um norðaustanvert landið, þurrt og bjart á þeim slóðum og hiti 16 til 23 stig yfir daginn.
Lægir og styttir upp í kvöld og nótt. Fremur hæg suðvestanátt á morgun og þurrt en annað kvöld gengur í sunnan 10-15 m/s, og fer einnig að rigna við vesturströndina. Kólnar heldur, hiti 10 til 18 stig á morgun, hlýjast á Suðausturlandi.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands