Auglýsing

Hjallastefnan hlaut Byltingarverðlaunin 2019

Ráðstefnan Bylting í stjórnun! var haldin í annað sinn í gær í samstarfi Manino og Viðskiptaráðs Íslands. Fjallar ráðstefnan um nútíma stjórnunaraðferðir og hvernig vinnustaðir geti innleitt frelsi á vinnustað með því að efla starfsfólk og búa til vinnukerfi sem laða fram hugmyndaauðgi starfsmanna. Lykilfyrirlesarar voru Traci Fenton stofnandi og eigandi WorldBlu, Garry Ridge forstjóri fyrirtækisins WD40 og Margaret Heffernan, virtur fyrirlesari og frumkvöðull. Pétur Hafsteinsson fjármálastjóri Festi sagði einnig frá reynslu Festis af innleiðingu nýrra stjórnarhátta og kerfa. Fundarstjóri var Maríanna Magnúsdóttir, umbreytingaþjálfari Manino.

Byltingarverðlaunin 2019 voru veitt í annað sinn á ráðstefnunni. Í ár runnu verðlaunin til Hjallastefnunnar sem þótti hafa skarað fram úr öðrum við innleiðingu og notkun nýrra og framsækinna stjórnunaraðferða. Allur salurinn reis úr sætum með lófataki er Margrét Pála Ólafsdóttir tók við viðurkenningunni úr hendi Ástu S. Fjeldsted, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands. Dómnefnd Manino og Viðskiptaráðs Íslands, sem standa að ráðstefnunni, var á einu máli um ómetanlegt framlag Hjallastefnunnar sem sjálfstætt starfandi skóla til jákvæðrar vinnumenningar á Íslandi og valdeflingar starfsfólks.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing