Auglýsing

Hlaðvarp Afstöðu komið í loftið!

Félag fanga á Íslandi, Afstaða, hefur nú farið af stað með nýtt hlaðvarp.

„Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Afstaða hefur hafið birtingar á hlaðvarps og fræðsluþáttum félagsins. Í þáttunum verður rætt um ýmis málefni sem tengjast föngum, réttindum þeirra og fangelsum. Við ræðum stefnuna í fangelsismálum á víðan hátt og vörpum ljósi á mörg mál sem hafa verið áberandi í umræðunni og veita innsýn í líf fanga á meðan afplánun stendur og eftir afplánun,“ segir í tilkynningu frá Afstöðu.

„Við munum fá marga góða gesti sem starfa í málaflokknum eða hafa tengingu við hann á einn eða annan hátt. Þættirnir verða á léttum nótum en munu taka á þeim málum sem brennur á í samfélaginu á hverjum tíma. Hlaðvarpið er aðgengilegt á Youtube síðu Afstöðu, sem og á Spotify og er væntanlegt á Apple podcast innan skamms.  Við vonum að allir njóti þessara þátta en biðjum áhugasama um að senda okkur ábendingar eða uppástungur um umræðuefni þáttanna  eða spurningar á netfangið ritstjorn@afstada.is “

Tveir þættir eru þegar komnir inn á síðuna og munu nýir þættir birtast vikulega eða oftar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing