Hljómsveitin GÓSS (Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar) fagnar sumrinu og verður með tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði, fimmtudaginn, 25. júní.
Hljómsveitin hefur slegið í gegn með tónleikum sínum um land allt en einnig vakti fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Góssentíð, mikla athygli og var m.a. tilnefnd sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Nýlega kom síðan út ábreiða af laginu Sólarsamba og hefur hún vægast sagt slegið í gegn á öldum ljósvakans sem og annars staðar.
Á tónleikum GÓSS verður boðið upp á létt og skemmtilegt prógramm þar sem aðalmarkmiðið er að skapa hugljúfa kvöldstund fyrir tónleikagesti.
Hægt er að kaupa miða hér .Selt er í númeruð sæti.