Breska hljómsveitin Tinderstick ætlar að gleðja íslenska tónlistarunnendur og spilar í Hljómahöll föstudaginn 7. febrúar næstkomandi.
„Tindersticks hafa frá stofnun 1992 verið ein áhrifamesta hljómsveit sinnar tegundar í heiminum. Hún hefur gefið út 10 hljómplötur og kemur sú 11. „No Treasure but Hope“ út nú í nóvember. Af því tilefni hefur hljómsveitin blásið til tónleikaferðar um Evrópu eftir áramótin. Það er einkar gleðilegt að sveitin snúi nú aftur til Íslands en hún hélt eftirminnilega tónleika á Nasa fyrir 11 árum.“ segir í tilkynningu frá Hljómahöll.
Miðasala á tónleikana hefst föstudaginn 27. september kl. 11 á tix.is. Miðaverði er stillt í hóf og er 6.900 kr. í stæði og 7.900 kr. í sæti á svölum. Athugið að takmarkað magn miða er í boði á tónleikana.