Auglýsing

„Hlusta á glefsur úr Joe Rogan en hef aðeins lagt hann á ís“

„Ég er alltaf að hlusta á eitthvað, þegar ég fer í göngutúra eða hjóla milli staða hér í Köben. Hismið er algjört uppáhalds. Ég hef hlustað á hvern einasta þátt og dreymir um að vera gestur hjá þeim Árna og Grétari. Eins og hvert íslenskt mannsbarn hlusta ég á ómþýða rödd Veru Illuga í þættinum Í ljósi sögunnar og get alveg gleymt mér í áhuga á risapöndum og Tútankamon.

Svo mælir Ragnhildur Þórðardóttir, Ragga nagli, sálfræðingur um sitt uppáhalds hlaðvarp í liðnum Afþreyingin í nýjasta tölublaði Vikunnar. Ragga heldur áfram:

Þegar ég æfi er ég heltekin af Crossfit hlaðvörpum eins og Talking Elite Fitness, Coffee pods and wods, Scale and Bail, Get with the programming og get alveg nördast niður í öreindir í þeim efnum. Hlusta líka á glefsur úr Joe Rogan en hef aðeins lagt hann á ís í bili.“

Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni á áskriftarvef Birtíngs.

Sjö daga fríáskrift er í boði fyrir nýja áskrifendur.

 

En í sjónvarpi?

Ég er á kafi í öllum streymisveitum sem finnast, HBO, Netflix, Viaplay og erum við alltaf með nokkrar seríur í gangi. Núna erum við að horfa á þriðju seríuna af Succession en svo horfi ég ein á alls konar og núna er Pose og Becoming a God á skjánum. Svo horfum við mikið á alls konar gott stöff á DR-vefnum og kláruðum nýlega hágæða krimma frá Bretlandi sem heitir Unforgotten, sænsku Snjóenglana og Innan vi dör. Erum svo núna að byrja á Vigil sem lofar góðu.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing