Bubbi Morthens kíkti í heimsókn ásamt hljómsveit sinni Tvistunum í Stúdíó 12 á Rás 2 á föstudaginn og tók lögin Rómeó og Júlía, Lífið fyrirgefur dauðanum, og Skriðu.
Í Tvistunum eru eru Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og hljómsveitarstjóri, Hjörtur Ingvi Jóhannsson sem leikur á hljómborð, Aron Steinn Ásbjarnarson á saxófón, klarínett, slagverk og syngur bakraddir, Örn Eldjárn á rafmagnsgítar og Doddi „Stadium“, Þorvaldur Þór Þorvaldsson sem spilar á trommur. „Það er eitt sem ég hef lært í gegnum allan minn feril,“ segir Bubbi. „Þú getur aldrei gert hluti einn nema upp að vissu marki. Ef þú ert að vinna með fólki og tekur ekki mark á því, leyfir því ekki að njóta sín, þá lifirðu ekki af. Þá endarðu bara einn úti í horni og það veit enginn hver þú ert.“
Hér fyrir neðan má sjá frábæran flutning þeirra á laginu Rómeó og Júlía.