Tónlistarmaðurinn Hr. Hnetusmjör mun troða upp á tveimur hverfishátíðum í Kópavogi á morgun, 17. júní.
17. júní verður með öðrum hætti í Kópavogi en vanalega í ár, vegna fjöldatakmarkana. Að þessu sinni verður áherslan á smærri hverfishátíðir auk þess sem bílalest fer um bæinn með Línu langsokk og Ronju ræningjadóttur í broddi fylkingar.
„Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu var ljóst að ekki væri unnt að hafa hátíðarhöld með hefðbundnum hætti, og skrúðganga og hefðbundin hátíðarhöld á Rútstúni kæmu ekki til greina. Hins vegar var ríkur vilji til þess að gefa íbúum Kópavogs tækifæri til þess að gleðjast á þjóðhátíðardeginum. Niðurstaðan varð að dreifa hátíðarhöldum um bæinn en ég lofa mjög skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá þar sem áherslan er á að gleðja börn og ungmenni,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs.
Hægt að skoða dagskrá 17. júní í Kópavogi hér