Auglýsing

Hraðstefnumót á Kattakaffihúsinu

Á föstu­daginn næsta, Valentínusardaginn, fara fram hrað­stefnu­mót á Katta­kaffi­húsinu við Berg­staða­stræti 10a. Enginn annar en Elvis mun stjórna viðburðinum og sjá til þess að allir skemmti sér vel.

„Okkur fannst spennandi að prófa eitt­hvað nýtt, það er orðið svo þreytt að hanga bara á Tinder og hittast á börum. Svo erum við að fara að vera með alls konar upp­á­komur hjá okkur, spila­kvöld, prjóna­kvöld og alls konar sniðugt. Þetta er fyrsti svona við­burðurinn hjá okkur og því langaði okkur að gera þetta með stæl,“ segir Gígja Sara Björns­son, annar eig­enda Katta­kaffi­hússins.

Hver umferð er 5-7 mín og á borðunum verða allskonar spurningar sem hægt er að nota ef fólk verður uppiskroppa með umræðuefni.

„Elvis lætur svo þátt­tak­endur vita þegar næsta um­ferð hefst. Það verða að sjálf­sögðu klósett- og snar­lpásur og þá er bakk­elsið okkar og drykkir í boði. Þegar kvöldinu lýkur láta þátt­tak­endur okkur vita hvaða fólk það væri til í að hitta aftur. Ef báða aðila langar að halda kynnunum á­fram, þá látum við þá fá upp­lýsingar um hvort annað,“ segir Gígja.

„Þetta þarf ekkert endi­lega að vera rómantísk stund, þetta getur verið skemmti­legt og létt spjall sem leiðir til þess að maður eignast vin eða bara spjall við á­huga­verða mann­eskju.“

Fjörið hefst klukkan 19.00 næsta föstu­dag og hægt er að skrá sig á katta­kaffi­husid.is.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing