Auglýsing

Hvað getur menningargeirinn lært af Covid?

Miðvikudaginn 6. maí nk.,kl. 9 – 11.30 stendur menningarsetrið á Hanaholmen í Finnlandi fyrir opinni málstofu á netinu um nýsköpun og þróun í norræna menningargeiranum. Fjallað verður sérstaklega um stafræna þróun og dreifingu á menningarefni. Hvað getum við lært og hvaða nýjungar og lausnir hafa komið fram í Covid-faraldrinum sem við getum tileinkað okkur til frambúðar?

Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina við Háskólann á Bifröst og kvikmyndagerðarkona er meðal þeirra sem halda stutt erindi í málstofunni. „Þetta er spennandi og tímabær umræða sem við þurfum að beina sjónum okkar að í meira mæli. Áhorfandinn hefur vanist ákveðinni þjónustu sem var ekki fyrir hendi áður. Í því felast bæði ógnanir og tækifæri sem er áhugavert að skoða. Ekki síst út frá auknum samstarfstækifærum og nýrri nálgun í dreifingu menningarefnis. Það er líklegt að í framtíðinni komum við til með að skilgreina menningarstarfssemi og -neyslu fyrir og eftir COVID tímabilið.“ 

Á málstofunni verður horft á hvernig menningarstofnanir, fjölmiðlar og einkafyrirtæki geta þróað samskipti við áhorfendur þegar faraldrinum er lokið? Og hvort sú þróun breyti sambandinu á milli framleiðandans og áhorfandans varanlega? Komum við til með að sjá nýtt leikhúsform eða nýja nálgun í tónlist og listum? Hvernig getum við leitt þessar breytingar og áttað okkur á möguleikunum sem í þeim felast?

Einnig verður skoðað hvernig opinber stuðningur til menningarmála getur aðlagast þessum breytingum og hvort efla megi norrænt samstarf á þessu sviði.

Málstofan er leidd af Lise Bach Hansen, dagskrárstjóra í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Fundurinn hefst á dæmisögu frá Metropolitan listasafninu í New York þar sem sagt verður frá brautryðjandastarfi þeirra í verkefninu „The Met Unframed“. Safnið opnaði stafræna gátt og bauð upp á þrívíddarupplifun af nær 50 verka sinna í auknum veruleika.

Aðrir frummælendur sem fjalla um reynslu sína, tækifæri og framtíðarsýn eru:  

  • Laura Aalto, framkvæmdastjóri markaðsskrifstofu Helsinki

  • Anders Beyer, framkvæmdastjóri og listrænn stjórnandi alþjóðlegu listahátíðarinnar í Bergen

  • Rasmus Øhlenschlæger Madsen, þróunarstjóri hjá dagblaðinu Information

  • Erik Rosales, listrænn stjórnandi Borgarleikshússins í Stokkhólmi

  • Ellen Wettmark, forstjóri Bonniers listasafnsins og formaður sænska listasjóðsins

  • Linda Zachrison, ráðgjafi sænsku ríkisstjórnarinar um hvernig eigi að endurvekja menningarlífið í Svíþjóð

Í kjölfar erindanna verður boðið upp á umræður og spurningar frá áhorfendum.
Málstofan er opin öllum sem skrá sig hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing