Oft og tíðum er Völva Vikunnar ótrúlega sannspá og glögg. Þegar spáin frá í fyrra fyrir árið 2022 er skoðuð má sjá ótrúlegustu smáatriði í spánni sem komu fram. Kíkjum á það helsta.
Völva Vikunnar talaði um að COVID myndi ganga yfir á árinu og samfélagið smám saman komast aftur á rétt ról. Þá talaði hún um einhver vandræði í sambandi við grunnskóla: „Ég veit ekki hvort ég ætli að kalla þetta hneykslismál en þetta er þó ekki gott og það þarf að fara í naflaskoðun í kjölfarið. Ég held að þetta gæti snúist um réttindi barna.“ Ekki er langt síðan ljótt eineltismál úr grunnskóla kom upp á yfirborðið og hefur mikil umræða verið um réttindi þeirra barna sem orðið hafa fyrir einelti eða ofbeldi af einhverju tagi; og margir hafa spurt hvers vegna lausnin eigi að vera að þau skipti um skóla á meðan þau sem leggi í einelti eða beiti ofbeldi fái að vera um kyrrt.
Hún nefndi einnig myglumál í skólum: „Þá kemur mér ekkert á óvart þótt þessi myglumál komi upp í skólum hér og þar. Það þarf einfaldlega að byggja nýja skóla og ráðafólk mun neyðast til að gera það. Ástandið er slæmt, það mun koma í ljós og það þarf að kippa þessu í lag.“ Um miðjan október bárust fréttir af því að mygla hefði fundist í 24 grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, 14 leikskólum og 10 grunnskólum. Mygla hefur einnig fundist í skólum úti á landi, þ.á.m. í Bíldudalsskóla, grunnskólanum á Ísafirði, Stokkseyri og víðar. Mál Landspítalans sagði Völvan að yrðu áfram í fréttum og það voru þau svo sannarlega.
Mikið álag á starfsfólki, uppsagnir hjúkrunarfræðinga og hreint út sagt óviðunandi ástand bæði fyrir starfsfólk og sjúklinga var mikið í fréttum. „Einnig verða alls konar breytingar gerðar þegar nýr forstjóri tekur við spítalanum,“ sagði Völvan. „Ég held að það verði karlmaður sem taki við. Það þarf að taka hressilega til í málum þarna og það er ekki alltaf hægt að kenna húsnæðinu um því reksturinn er fyrst og fremst vandamálið.“ Nýr forstjóri, Runólfur Pálsson, tók við á árinu og í október tilkynnti hann að fyrirhugaðar væru róttækar breytingar á stjórnkerfi spítalans.
„Mér finnst verða læti í kringum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur óperustjóra,“ sagði Völvan, „það verður lítill friður innan Íslensku óperunnar.“ Og það má með sanni segja að mikill styrr hafi staðið um óperu-stjórann og stjórnina. Söngvarar sögðu frá erfiðum samskiptum við Steinunni og óperusöngkonan Þóra Einarsdóttir sagði frá því í forsíðuviðtali við Vikuna hvernig hún var sett út í kuldann þegar hún stefndi Óperunni vegna vangoldinna launa. Völvan sá fyrir sér nokkrar breytingar á ráðherrastólunum en taldi líklegt að Katrín Jakobsdóttir héldi áfram sem forsætisráðherra, sem var raunin. Ný ríkisstjórn var mynduð í lok nóvember 2021 en blaðamaður hitti Völvuna nokkrum vikum áður. Bjarni Benediktsson var áfram fjármálaráðherra, eins og Völvan spáði. „Ég er ekki viss um að Lilja Dögg Alfreðsdóttir haldi áfram sem menntaog menningarmálaráðherra, en mér sýnist hún þó fá ráðherrastól.“ Þar reyndist Völvan sannspá því Lilja Dögg tók við embætti ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Hún sá líka einhvern núning á milli Bjarna Benediktssonar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar en sá síðarnefndi ákvað að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokkinn á landsþingi flokksins í nóvember, á móti Bjarna sem hélt formannstitlinum. Meðal annars var talað um það í fréttum að Guðlaugur væri að bjóða Bjarna birginn með framboðinu.
Ég held að við ættum ekki að vera með of miklar væntingar í garð þessarar nýju ríkisstjórnar,“ sagði Völvan. „Síðan verður ekki algjör friður á Alþingi, þótt ný ríkisstjórn reyni að vanda sig. Ýmis mál munu koma upp sem þarf að vinna úr og það verður ekki alltaf eining um þau mál.“ Óhætt er að segja að það sé af nægu að taka þegar kemur að gagnrýni á störf ríkisstjórnarinnar, sem hefur meðal annars fengið að hafa það óþvegið fyrir að vera ekki að taka á þeim stóru málum sem þurfi að taka á. Þingmenn stjórnar-andstöðunnar gagnrýndu t.a.m. fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar og hækkanir á álögum á almenning þóttu ekki vænlegar til vinnings. Þá voru áætlanir um áframhaldandi sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka gagnrýndar harðlega. Og talandi um Íslandsbanka, þá fór það líklega ekki framhjá neinum að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var mikið í fréttum vegna sölunnar á hlut í bankanum en á meðal kaupenda var félagið Hafsilfur sem er í eigu föður Bjarna, Benedikts Sveinssonar. Einnig kom fram mikil gagnrýni á þá leynd sem ríkti í kringum kaupendur. Það
má því líklegt telja að þau orð Völvunnar um að á árinu kæmi upp hneykslismál og eitthvað fleira sem myndi valda því að visst fyrirtæki yrði mikið í sviðsljósinu, „fyrirtæki sem tengist fjármálum á einhvern hátt,“ eigi við um Íslandsbankamálið.
„Mér finnst eitthvert vesen vera í kringum sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Það er eins og einhver kjaftagangur komi upp og mér finnst illa vegið að einhverjum. Stundum er þetta kjaftagangur og stundum er kjaftagangurinn mjög rætinn. Þetta tengist einhverjum sem býður sig fram í sveitarstjórnarkosningunum, konu, sýnist mér.“ Ómerktu dreifibréfi um eiginmann Hildar Björnsdóttur var dreift til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda prófkjörs flokksins í Reykjavík þar sem rætt var um vinnu eiginmanns hennar fyrir fjárfestinn Jón Ásgeir Jóhannesson og sagt að tengslin gætu skaðað flokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Völvunni fannst sem þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, myndi ekki standa sig nógu vel og ekki njóta trausts Breta. „Ég held að hann verði ekki langlífur í embætti.“ Johnson sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í sumar og lét síðan af störfum sem forsætisráðherra í september. Mikil óánægja ríkti með störf hans en tæplega 60 ráðherrar, undirráðherrar og aðstoðarfólk sögðu af sér embætti og lýstu yfir vantrausti á Johnson á einum sólarhring í júlí og sögðust flest þeirra ekki treysta Johnson til að leiða þjóðina lengur. Eins og alþjóð veit lést Elísabet Bretadrottning í september síðastliðnum. Þótt Völvan hafi ekki talað um lát hennar í síðustu Völvuspá var hún þó búin að spá því í spá sinni fyrir árið 2020 að stutt yrði á milli andláta þeirra hjóna, Elísabetar og Filippusar, innan við tvö ár. Ekki leið nema rúmlega eitt ár frá því Filippus lést þar til Elísabet kvaddi. Í spá sinni fyrir árið 2021 sagði Völvan: „Elísabet Bretadrottning er ekki tilbúin að hætta. Mér sýnist þó að Karl sonur hennar taki við krúnunni árið 2022.“
Völvan sá einhvern heilsubrest hjá Jóakim Danaprins. „Það er ekkert alvarlegt þó að þetta sé eitthvað sem hann þurfi að glíma við. María kona hans stendur þétt við hlið hans í þessum erfiðleikum,“ sagði hún. Jóakim gekkst undir heilaskurðaðgerð í lok júlí vegna blóðtappa og tekið var sérstaklega fram í fréttum að eiginkona hans væri hjá honum á spítalanum.
Völvan sagði Ásgeir Trausta halda áfram í tónlistinni og sér virtist sem hann væri að semja og laga-smíðarnar gengu vel. Ásgeir Trausti gaf út nýja plötu, Time On My Hands, í lok október. Þá talaði Völvan um miklar breytingar hjá söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem einmitt eignaðist barn á árinu og keypti sér hús. Sannarlega miklar breytingar þar á bæ. Völvan sá ástina ekki koma inn í líf Friðriks Ómars á árinu og Vikan veit ekki til þess að söngvarinn ástsæli sé genginn út. Hún talaði um að hann ætti eftir að eiga rosalega gott ár og það verður ekki betur séð; Friðrik Ómar gaf út nýtt lag og og fyllti tónleikahús hvað eftir annað á jólatónleikum sínum svo fátt eitt sé nefnt.
Ómerktu dreifibréfi um eiginmann Hildar Björnsdóttur
var dreift til flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í
aðdraganda prófkjörs flokksins í Reykjavík þar sem
rætt var um vinnu eiginmanns hennar fyrir fjárfestinn
Jón Ásgeir Jóhannesson
„Guð, þú átt ekki að vera að spyrja að þessu,“ svaraði Völvan þegar spurt var um gengi Íslands í Eurovision sem haldið var á Ítalíu í maí síðastliðnum. „Þetta mun ekki ganga vel. Við munum í það minnsta ekki sigra.“
Og Ísland var sannarlega langt frá sigri. Framlag okkar, Með hækkandi sól, varð í 23. sæti af 25, og hlaut 20 stig. „Það verða einhverjir erfiðleikar hjá Mannlífi,“ sagði Völvan um fjölmiðilinn þann. Og óhætt er að segja að eitthvað hafi gengið á. Brotist var inn á skrifstofu Mannlífs í byrjun árs, gögnum eytt og tölvum stolið. Auk þess úrskurðaði siðanefnd Blaðamannafélags Íslands að Reynir Traustason, ritstjóri, hefði brotið með mjög alvarlegum hætti gegn siðareglum blaðamanna með umfjöllun sinni um Róbert Wessmann.“
Britney Spears hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár en Völvan sá fram á betri tíma hjá henni. „Ég er sannfærð um að hún fer aftur að syngja og koma fram.“ Britney gaf út lagið Hold Me Closer með Elton John síðastliðið haust svo vonandi fer hún að ná sér á strik.