Hljómsveitin Haugar er glæný hljómsveit sem samanstendur af nokkrum reynsluboltum úr tónlistarheiminum en sveitina skipa þeir:
Árni Þór Árnason: Gítar (Mug, Stafrænn Hákon, Stroff, RokRef, Per:Segulsvið, Vogor), Birkir Fjalar Viðarsson: Trommur (Bisund, Störnukisi, I Adapt, Celestine, Hellvar, Gavin Portland, Hryðjuverk), Markús Bjarnason: Söngur (Sofandi, Skátar, Stroff, Markús & The Diversion Sessions), Ólafur Örn Josephsson: Gítar & bassi (Stafrænn Hákon, Calder, Náttfari, Per:Segulsvið, Vogor) og Örn Ingi Ágústsson: Gítar (Seabear, Skakkamanage, Stroff). Þetta kemur fram á vef albumm.is
Þeir gáfu á dögunum út lagið Hvaða fólk býr í svona blokk? og má hlusta á lagið hér fyrir neðan.