Auglýsing

„Í dag ætlar þingheimur að hækka skatta á veitingamenn. Starfsgrein sem hefur meira og minna þurft að hafa lokað hjá sér allt þetta ár“

Útvarpsmaðurinn Þorkell Máni birtir í dag pistil á Facebook síðu sinni. Með pistilinum birtir hann úr­klippu úr gömlu við­tali við afa hans, Björn Páls­son frá Löngu­mýri en fyrir­sögn þess var: „Þá var enginn bjáni í þinginu“

„Þó þessi orð hans afa míns séu að rúmlega 30 ára gömul eiga þau vel við í dag, „ skrifar Máni.

Hann segir að afi sinn hafi verið bóndi, eins og svo margir framsóknarmenn.

„Þegar hann sat á þingi var þingmennska auka starf. Menn buðu sig fram því þeir raunverulega vildu hafa einhver áhrif á samfélagið og þeir voru í tengslum við samfélagið sitt. Í dag ætlar þingheimur að hækka skatta á veitingamenn. Starfsgrein sem hefur meira og minna þurft að hafa lokað hjá sér allt þetta ár.“
„Í dag ætlar þingheimur að hækka afnotagjöld á RÚV lækka framlögin til þeirra og láta frjálsafjölmiðla fá einhverjar 400 millur. RÚV mun að sjálfsögðu ekki þurfa skera niður. Þeir munu sækja þessa peninga af fullri hörku á auglýsingamarkaðinn. Í dag er þingheimur með Landbúnaðarráðherra sem segir að það sé val að vera bóndi. Það sé lífstíll. Hann er með tæpar 2 milljónir í mánaðarlaun og bílstjóra.“
„Í dag virðast aðallega vera bjánar á þingi, „skrifar hann að lokum.

Þó þessi orð hans afa míns séu að rúmlega 30 ára gömul eiga þau vel við í dag.
Hann var bóndi eins og svo margir…

Posted by Mani Pétursson on Miðvikudagur, 7. október 2020

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing