Auglýsing

„Í dag verður það tilkynnt opinberlega að Eurovision söngvakeppninni verði aflýst“

„Í dag verður það tilkynnt opinberlega að Eurovision söngvakeppninni verði aflýst í ár.“ Þetta kemur fram í óstaðfestum tölvupósti sem Jón Axel, einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar, las upp fyrir hlustendur í morgun. En tölvupósturinn var frá vini Jóns sem starfar hjá Evrópusambandinu í Brussel. Þetta kemur fram á vef mbl.is

„Það væri ákaflega sorglegt ef svo væri. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr þessum fundi í dag,“ sagði Felix Bergsson í símaviðtali við Ísland vaknar í morgun. Fulltrúar íslensku keppendanna í Eurovision voru á leið á fund með stjórnendum söngvakeppninnar í morgun að ræða framhaldið.

„Við ættum að fá einhverjar fyrstu fréttir af þeim fundi í dag. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um þetta en ég trúi ekki að þau slái hana af. Ég bara trúi því ekki.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing