Í tilkynningu frá IKEA segir að veitingastaður og kaffihús verslunarinnar séu nú lokuð. Er það liður í því að standa vörð um heilbrigði viðskiptavina og starfsfólks. Þar kemur einnig fram að verslunin, bakaríið, sænska matarhornið og IKEA Bistro standi áfram opin.
„Gestir eru beðnir að gæta vel að persónulegum sóttvörnum; þvo hendur, spritta og nota hanska og grímur þar sem tilefni er til. Ráðstafanir í versluninni miðast ávallt við nýjustu reglur og viðmið frá yfirvöldum,“ segir í tilkynningunni.
„Verslunin er það stór að viðskiptavinir dreifast vel og nægt pláss er til að sýna tillitssemi og virða fjarlægðartakmörk.“