Auglýsing

Ingvi Hrafn fer af stað með íslensku efnisveituna Ísflix

Íslenska efnisveitan Ísflix fer af stað 1.nóvember. Eru það félagarnir Ingvi Hrafn og Jón Kristinn Snæhólm sem standa að baki efnisveitunnar. Megin áhersla verður lögð á íslenska dagskrárgerð hjá veitunni og verður hún aðgengileg öllum í gegnum smáforrit, ekki verður innheimt neitt áskriftargjald.

„Þetta verður borgaraleg efnisveita,“ segir Jón Kristinn í samtali við Vísi. „Svona aðeins til hægri.“

Að sögn Jóns er unnið baki brotnu við að undirbúning enda aðeins mánuður til stefnu. Ísflix ætlar að bjóða upp á beinar útsendingar og fjölbreytta, borgaralega dagskrárgerð sem aðgengileg verður frá fyrsta degi. Svokallaður “pilot-þáttur” efnisveitunnar verður að sjálfsögðu þátturinn Hrafnaþing sem Ingvi Hrafn hélt lengi vel úti. Auk þess munu þeir bjóða upp á  þjóðmálaþátt í beinni útsendingu alla sunnudaga, sem setur þá í samkeppni við þætti á borð við Sprengisand, Silfrið og  Víglínuna, sem einnig eru á dagskrá á sunnudögum.

Aðspurður segir Jón Kristinn að Ísflix óttist svo sannarlega ekki samkeppni við risana sem fyrir eru. Einnig bætir hann því við að efnisveitan muni fara nú fara í nánari kynningu og auglýsingu eftir því sem nær útgáfunni dregur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing