Auglýsing

Innflytjandi, sérstök sápukúla og hvít kona labba inn á bar…

Uppistandararnir Dan Nava, Regn Sólmundur og Lovísa Lára verða með uppistands sýninguna Identity Crisis á Reykjavík Fringe Festival 5 og 10. Júlí á Secret Cellar.

„Bland í poka grín sýning þar sem að allir finna eitthvað fyrir sig,“ segir í tilkynningu.

Dan, Regn og Lovísa eru ólíkir einstaklingar en hafa þau öll sameiginlegt að vera að ganga í gegn um tilvistakreppu sem þau vinna úr á kómískan máta. Sýningin fjallar um kyn, kynhneigð, innflytjendamál, barnleysi og geðheilsu (eða skort af henni).

Dan Nava

Dan Nava er innflytjandi frá Venesúela sem er staðráðinn í því að gera gott úr þeirri reynslu sinni að forðast að vera hent úr landi, deita í nýju menningu (og feila í því) sem tvíkynhneigður karlmaður og að reyna að missa ekki vitið í leiðinni.

Regn Sólmundur

Regn er eini vegan, kynsegin, geðhvarfasjúki og tvíkynhneigði grínistinn á Íslandi. Regn notar húmor til að vinna úr tilfinningum sínum og kallar sjálft sig sérstakt snjókorn.

Lovísa Lára

Lovísa Lára er 34 ára, Íslensk, gift og barnlaus kona sem er ansi sjaldgæft á Íslandi. Í gegnum grínið hefur Lovísa fundið sjálfa sig og komist að því hvað hún vill og mikilvægara hvað’ hún vill ekki.

Þetta verður fyrsta skiptið sem að þríeikið koma fram saman eftir að covid skall á en þau kynntust þegar þau voru að koma fram saman reglulega á uppistandskvöldum á Gauknum.

Identity Crisis verður á Reykjavík Fringe Festival 5. Júlí kl 21:40 og 10. Júlí kl 18:40. Miðasala á TIX.is

Ath Reykjavík Fringe armband verður að fylgja miðanum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing