Íslenskur „götubiti“ (e. street food) kom sá og sigraði á European Street Food Awards um helgina. Komo sigraði í tveimur flokkum „Spice Awards“ annars vegar og „Sustainability Awards“ hinsvegar.
Götubitinn hlaut svo annað sætið í flokknum „Besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ Keppnin fór fram í Saarbrucken í Þýskalandi um helgina og voru 28 þáttakendur sem tóku þátt í keppninni frá 16 Evrópu löndum.
Götubitinn hefur frá stofnun verið leiðandi í götubitamenningunni á Íslandi og hefur hún heldur betur slegið í gegn bæði hér á landi og erlendis. Götubitahátíðin er orðin einn af stærstu viðburðunum á Íslandi og hefur aðsókn á hátíðna vaxið frá ári til árs.