Ísland sigraði Portúgal í milliriðlakeppni Evrópumóts karla í handknattleik í Malmö Arena í sænsku borginni Malmö í dag 28:25.
Að vanda hafði fólk á Twitter margt til málanna að leggja um leik dagsins.
Þetta Portúgalska lið slátraði Svíunum, skildu Frakkana eftir og hafa átt gott mót. Vorum ekki að vinna einhverja pappakassa. Hættum að rífa þetta frábæra lið niður. Gummi Gumm að gera flotta hluti. #Ehfeuro2020 #emruv #strakarnirokkar #Olympics2020
— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) January 19, 2020
Þvílíkur sigur, þvílík liðsheild, þvílík barátta. Gleymum ekki að Portúgal er magnað lið, eitt það besta hingað til. Meira svona takk ? #emruv
— Gaui Árna (@gauiarna) January 19, 2020
Þoli ekki að mæta Ými þegar hann klæðist Valstreyjunni en djöfull elska ég manninn í landsliðsbúningnum. #emruv
— Benedikt Gretarsson (@bennigretars) January 19, 2020
Djöfull er þetta vel gert strákar. Janus og Lexi ruglaðir. Bjöggi góður. Aron með frábært svar inni á vellinum og sturlað mark. #Ehfeuro2020 #emruv
— Ingvar Örn Ákason (@hryssan) January 19, 2020
Ef ég fer einhverntímann aftur í framboð. Þá ætla ég að lofa því að reysa styttu af Bjögga við Digranesið. En ég ætla að láta @Haukarhandbolti borga! #Trumpstæl #handbolti #emruv
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 19, 2020
Það er einhver stràkur í stúkunni sem fangar à við 5 manns. Ég ætla að halda með honum! #emruv
— Kristín Eva (@Kristinevab) January 19, 2020
„Pálmarsson“ $#%& …Meira að segja foreldrar Arons hafa aldrei sagt nafnið hans eins reiðilega eins og Portúgalski þjálfarinn sagði nafnið hans í leikhlé. #handbolti #emruv #porisl
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 19, 2020
Er Guðjón Valur besti handboltamaður í heimi? ? kemst allavega nálægt því! #emruv
— Lilja Karen (@liljakaren97) January 19, 2020
Hver er þessi Januscz sem vallarþulurinn er alltaf að tala um? #emruv
— Stuðný (@gudnyrp) January 19, 2020
Þegar forsetinn er kominn hálfur úr að ofan. Þá veit maður að það er hiti í leiknum. #handbolti #emruv #porisl
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 19, 2020
Rak Svavar úr sjónvarpsherberginu. Leið og hann kom misstu strákarnir þetta niður. Nú er hann farinn fram og Bjöggi að verja. Þetta tengist augljóslega, vísindalega sannað að handboltahjátrúin hefur áhrif. #emruv
— Miriam Petra (@mpawad) January 19, 2020
Alexander……… hvaðan kom hann aftur og hvert er hann að fara?! #emruv
— @e18n (@e18n) January 19, 2020
Já góðan daginn svona á að byrja leiki! Og enda þá líka takk #emruv
— Tinna, öfgafemínisti ? (@tinnaharalds) January 19, 2020
Uppáhaldið mitt í handboltaleikjum er að horfa á liðin standa í röð og syngja þjóðsönginn sinn eins og 14 ára unglingar á skólaskemmtun sem þeir nenna ekki að vera á. #emruv
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) January 19, 2020
Gamla góða kerfið „skorið“ að gefa í dag gegn Portúgal #emruv #handbolti
— Thorsteinn Gunnars (@thorsteinngu) January 19, 2020
Mikið var þetta ljúft svar frá drengjunum. Geggjaður sigur og geggjaður leikur. Halda þessu áfram! #emruv #Ehfeuro2020
— Matti Matt (@mattimatt) January 19, 2020
Besta 7 à mòti 6 lið í heiminum. #emruv #handbolti pic.twitter.com/kz02cJs3x1
— Andrés Kristjánsson (@AK74SR) January 19, 2020