Fyrsta Kórónasmitið á Íslandi var staðfest í dag. Viðbrögðin á Twitter létu ekki á sér standa.
Dánartíðni COVID-19 svona svart á hvítu hræðir kannski ekki líftóruna úr okkur hér í paradís firringarinnar en þetta er engu að síður hræðilegt, sérstaklega fyrir fólk með undirliggjandi sjúkdóma, svo í guðanna bænum: Hysja upp um sig, takk.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 28, 2020
Ég segi að við ættum öll bara að hittast niðrí miðbæ Reykjavíkur í kvöld, hósta hressilega á hvort annað og klára þetta af.
— Emmsjé (@emmsjegauti) February 28, 2020
Við gerum allt fyrir gott konsept, vera með í deiglunni, eiga hlutdeild í gríninu. Neyslan er hjarðhegðun. Neyslan er brandari. pic.twitter.com/fQN0pTeQoa
— Jói (@barajohannes) February 28, 2020
G fannst það svo dásamlega íslenskt að hér eru helstu yfirmenn heilbrigðiskerfisins ásamt yfirmanni í lögreglunni bara merkt með fornafni á einföldu pappaspjaldi. pic.twitter.com/hj1g9Jb6xy
— Ragnheiður Kristín (@heidafinnboga) February 28, 2020
Ég er nákvæmlega ekkert hræddur við kórónuveiruna en þegar eh nefnir COVID-19 sjúkdóminn… pic.twitter.com/nwCVDMWFHH
— Steindi jR (@SteindiJR) February 28, 2020
Þið (vitlaus): kaupa handspritt og grímur, halda sig heima, forðast snertingu
Ég (klár): pic.twitter.com/PfcrwVbvO1
— Sylvía Hall (@sylviaahall) February 28, 2020
Afhverju tökum við loftslagshamfaraástandinu ekki jafn alvarlega og kórónaveirunni?
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) February 28, 2020
„Við verðum að koma lógóinu okkar á gáminn. Þetta verður í öllum fjölmiðlum maður“ pic.twitter.com/19NdTLTkml
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 28, 2020
+
geggjuð myndasamseting pic.twitter.com/AGFykx8Nty
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) February 28, 2020
Veit ekki með ykkur en ég er farinn upp í Brimborg, það er víst öruggur staður til að vera á
— Tómas Ingi Adolfsson (@tomasingiad) February 28, 2020
Ef maður er alveg kyrr og hlustar vandlega þá heyrir maður Ingu Sæland öskra í fjarska
— María Björk (@baragrin) February 28, 2020
Af hverju í andskotanum þurfið þið að vera fljúga út um allt og bera þessar veirur og bakteríur hingað alltaf hreint? Getið þið ekki bara verið heima hjá ykkur?
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) February 28, 2020
Ljósi depillinn er að loksins er orðið socially acceptable að hitta aldrei neinn aftur.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 28, 2020
Af öllum greindum COVID-19 eru:
96% tilfellana í Kína.
95% af einkennum mild eða miðlungs.
99.8% þeirra sem eru yngri en 50 ára deyja ekki.
99.1% lifa þetta af óháð öllum aldri sem hafa enga undirliggjandi sjúkdóma.Þessar staðreyndir því miður selur ekki smelli á vefmiðla.
— Steinar Þór Ólafsson (@steinaro) February 28, 2020
Um að gera að róa börnin með að benda þeim á hefðbundna dauðdaga ? pic.twitter.com/9eup8Z5F48
— Klara (@Klodinz) February 28, 2020
takið þessi kórónaveiru tweet á manudaginnn, það er fössari, þá á að tweeta um bjór og gellur
— Tómas (@tommisteindors) February 28, 2020
Í ljósi nýrrar fréttar um komu Coronavírusins til landsins þurfum við í félagi knús-og kyssukarla á höfuðborgarsvæðinu því miður frestað árlegum kökubasar þar til síðar.
Virðingarfyllst,
Gjaldkeri KKH,
Haffi.— Hafþór Óli (@HaffiO) February 28, 2020
Hugur minn er hjá fyrrverandi yfirmanni, @kjartanhn, sem ætlaði úr álaginu sem fylgir starfi ritstjóra yfir í rólegheitin sem aðstoðarmaður landlæknis.
— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) February 28, 2020
Núna get ég loksins bannað öllum að fara í sleik
— Siffi G, spéfugl (@SiffiG) February 28, 2020
-Heilbrigðisyfirvöld eru alls ekki að standa sig með þessa kórónuveiru.
-Já. Ég veit um flugvöll í Zagreb sem er sammála þér.
-Hvað meinarðu?
-Já nei ekkert pic.twitter.com/om7i9uLEvA— Hjörvarpið (@hjorvarp) February 28, 2020