Eins og alltaf eru mjög skiptar skoðanir á Áramótaskaupinu en hér má sjá brot af því sem Íslendingar höfðu að segja um Áramótaskaupið 2019 á Twitter!
Hef sturtað niður klósettið á fimm mínútna fresti á meðan #skaupið er í gangi til að fokka í gögnunum sem OR sendir frá sér 2. janúar um klósettnotkun borgarbúa á meðan Skaupið var
— Birgir Olgeirsson (@BirgirOlgeirs) December 31, 2019
Reiði kallinn er mín nýja fyrirmynd #skaupið pic.twitter.com/Eft0xfjxlq
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) January 1, 2020
Hey áramótaskaup. Maður segir Á Dalvík, ekki Í Dalvík! Standard takk! (Geggjað skaup annars) kveðja. Gamli tuðarinn. #skaupið #áramótaskaup
— Magni Þór Óskarsson (@magnitoro) December 31, 2019
Hló af öllu skaupinu…. Nema loka laginu, Þetta er vanvirðing, gagnvart framtíðar kynslóðum og Móður Jörðu. Þetta lag alveg hreint eiðilagði skaupið. Jájá kannski var þetta grín, en grín hljómar eins og grín. Þetta var raunverulegt. Mjög Ósáttur. #skaupið #áramót #rusl
— Emil? (@hlynssonemil01) December 31, 2019
Vorum ekki viss hvort þetta ætti að vera Þorgerður Katrín eða Eiríkur Hauksson.. ? #skaupið2019 #skaupið #tvífarardagsins pic.twitter.com/6Jl9LS4iCz
— Hildur Helgadóttir (@grildur) January 1, 2020
Jæja, horfði loks á #skaupið. Gaman að sjá femínískan húmor verða mainstream brandara. Frábær gervi og leikur og mörg góð atriði. Takk fyrir mig!
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) January 1, 2020
Hægt að hlægja af skaupinu í ár betra en í fyrra. Besti sketsinn um geðrasakannir og geðgreiningar í matarboðinu, góð ádeila á nútímasamfélagið og sálfræðilega skilgreiningu á sjálfinu. Er ég greiningin ? #skaupið #áramótaskaup
— Axel Bragi Andrésson (@BragiAxel) December 31, 2019
Jæja, búin að hugsa málið í hálfan sólarhring og komist að þeirri niðurstöðu að langbesta atriðið var maðurinn sem týndi snjallúrinu sínu. Ok bæ #skaupið
— Áslaug Karen (@aslaugkaren) January 1, 2020
Geggjað! Sá sjálfan mig í Þorsteini Bachmann sem reiðan pabba með ráðvillta fjölskyldu. Ætla út að setja disel jeppann minn í gang, skjóta upp flugeldum og borða afganginn af Wellington nautinu #skaupið
— HjaltiVignis (@HjaltiVignis) December 31, 2019
Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar brandarar í skaupinu eru í raun ekki brandarar heldur sannar sögur úr íslensku samfélagi #skaupið
— BarceJona (@jonajul) December 31, 2019
Besta grínið var þegar presturinn labbaði niður tröppurnar#skaupið
— Daði Freyr ? (@dadimakesmusic) December 31, 2019
Mér fannst skaupið bara þrusu-gott! #skaupið2019 #skaupið
— Hjörtur (@hjorturis) January 2, 2020
Kviðdómur er enn að íhuga skaupið. Purple plain snilld en restin blahhh. Reyni aftur á morgun #skaupið
— Guðrún Gyða Eyþórs (@ggarnadottir) December 31, 2019
Sem United maður myndi ég horfa á Liverpool vinna deildina tvisvar sinnum í staðin fyrir að horfa á þetta skaup aftur #skaupið
— Hilmar Ólafsson (@hilmarolafs) December 31, 2019
#Skaupið sko… besta allra tíma. Húsið brennur.. vaá… takk svo mikið allir sem eiga❤❤❤
— Helga Snæbjörns (@helgas123) December 31, 2019
Óþægilegasta party í heimi: sitja 12 manns á aldrinum 30-60 ára við sjónvarpið í 60 mín og engum stekkur bros. #Skaupið
— María Einarsdóttir (@majae) January 1, 2020
Fer þónokkrum broshrukkum ríkari inn í nýja árið. Frábært skaup! ??? #skaupið
— Linda Björk Pétursdóttir (@lindabjorkpe) December 31, 2019
Nágranni minn og góðkunningi @SoliHolm gerir marga hluti vel en fátt hef ég séð hann gera betur en að leika @gislieinarsson í Skaupinu. Bravó fyrir þeim báðum! #skaupið
— Karl Sigurðsson (@kallisig) January 1, 2020
Ég vona að ég kafni á svifryki í kvöld svo ég gleymi þessu skaupi #skaupið
— Jóhann Daðason (@jonahnig) December 31, 2019
Mér fannst skaupið bara ótrúlega fyndið og skemmtilegt. Hló mikið og hef ekkert nema hrós til fólksins sem gerði það. Góður endir á árinu Bara eh neikvæðispésar sem eru að hafa hátt á samfélagsmiðlum að mínu mati.#skaupið
— Theodór Már Guðmunds (@TheodorMar) January 1, 2020
Djöfull er Örn Árnason að skítlúkka! #skaupið
— Árni Helgason (@arnih) December 31, 2019
Besta #skaupið í mörg ár. Lélegasta lokalagið í fleiri. Sóli Hólm betri en Gísli sjálfur!
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) January 1, 2020
Kata Jak hefur aldrei verið betri. #skaupið pic.twitter.com/wrUiZ2oERE
— Hrafnkell Sigurðsson (@hrafnkellsig) January 2, 2020
Ég hló voða lítið yfir skaupinu, fannst svo mikið óþægilega satt þarna og fann ekki húmorinn í því…kannski einn daginn. Lokalagið á að vera hresst og koma manni í gott stuð finnst mér, þetta var niðurdrepandi lag. This is not the way #skaupið
— Inga (@irg19) January 1, 2020
Þykir dásamlegt það er fólk þarna úti sem fattar ekki lokalag skaupsins og tjáir sig um það. Frábært atriði í lok vel heppnaðs skaups. #skaupið #aramot
— Stefán Steindórs (@stebbisteindors) January 1, 2020