Notendur Strætó þurfa að greiða 12,5 prósentum hærra gjald frá og með laugardeginum. Stakt fargjald hækkar þá úr 490 krónur í 550 krónur, þrjátíu daga nemakort í 4500 krónur og árskortið fer í 90 þúsund krónur.
Frá þessu var greint á vefsíðu Strætó og segir þar að gjaldskráin hafi verið samþykkt á stjórnarfundi þann 16. september. Stök fargjöld og tímabilskort taki öll sömu verðbreytingu. Stakt fargjald hækkar úr 490 í 550 krónur og 30 daga nemakort hækkar úr 4000 krónum í 4500 krónur. Verðhækkunum sé ætlað að mæta almennum kostnaðarverðshækkunum á aðföngum Strætó svo sem olíuverðshækkunum.
Strætó hefur sætt mikla gagnrýni nýverið og er öruggt að segja að íslenskir netverjar hafi tekið misvel í fregnirnar um gjaldhækkunina, af samskiptamiðlinum Twitter að dæma. Nútíminn tók saman fáein tíst Íslendinga sem veita Strætó engan afslátt í ljósi breytinga.
Ég eeeeelska strætó svo heitt. En stjórn strætó fer ógeðslega í taugarnar á mér
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) September 27, 2022
Þess væri óskandi að stjórnendur hættu að skemma góða conseptið sem strætó er (var?)
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) September 27, 2022
Maður fær á tilfinninguna að stjórn og æðstu stjórnendur strætó hafi bókstaflega engan áhuga á að fólk noti þjónustuna. Jafnvel að það væri bara þægilegra fyrir þá að fækka notendum og draga þannig úr álagi á sjálfa sig.
— Stígur Helgason (@Stigurh) September 27, 2022
Hvað með að hækka ekki fargjöldin og nota hátt olíuverð í staðinn til að hvetja fleiri til að taka strætó? Bara pæling. pic.twitter.com/cIhPptDV44
— Dagbjartur Gunnar (@dagbjartur) September 27, 2022
Í stað þess að standa við kosningaloforð sem meirihlutinn í RVK gaf í vor (gjaldfrjálst fyrir 16 ára og yngri í strætó) þá var ákveðið að hækka enn frekar gjaldið fyrir þessi BÖRN.
Hvað er að frétta @OfurAlex? https://t.co/JqhwVNuvb4— Dr. Auður Magndís (@amagndis) September 27, 2022
Olíuverð hækkar – erfiðara að eiga einkabíl, ætti Strætó þá ekki að lækka verð til að fjölga kúnnum?
Það er hægt að hafa fáa kúnna og rukka mikið EÐA marga kúnna og rukka lítið ekki satt?
Svo er það þetta með að rukka í samræmi við gæði þjónustunnar?— Áslaug Birna (@slaug20) September 27, 2022
Taka burt ráðherrabíla og akstursstyrki alþingisfólks og setja inn í strætó í staðinn?
Fólkið sem ber ábyrgð á því að fjársvelta strætó ætti að borga fyrir þið, ekki saklausir farþegar.
— Rúnar Berg ? (@rokksula) September 27, 2022
Ég nota strætó bara annað slagið eins og fleiri. Ekki nægilega oft til að réttlæta tímabilskort, hvorki fyrir né eftir breytingu. Held ég kaupi mér núna rafskútu og taki bara taxa þegar verstu lægðirnar ganga yfir
— Rafn (@rafnerlingsson) September 27, 2022
Annað fráleitt við þessa töflu er að öryrkjar fái ekki að greiða með klinki í strætó, og langflestir öryrkjar eru fatlað fólk (sem eiga oft ekki snjallsíma, eiga í erfiðleikum með tæknina o.s.frv.) Það er bara ofbeldi gegn fötluðu fólki að neyða það í að nota þetta hræðilega app.
— Oddur Klöts (@clutcharinn) September 27, 2022
Ég hata strætó svo mikið að ég hef labbað úr miðbænum í Kórahverfið oftar en einu sinni. Það tók 2 tíma…sem er samt bara rétt rúmlega klukkutíma lengur en strætó (þ.e. ef ég missi ekki af tengivagni sem gerist oft)
— Svaný (@Svany) September 27, 2022
Vinsælt að tuða yfir strætó en er hugsanlegt, fræðilega, að fyrirtækið hafi mögulega verið sett upp þannig að það ætti að skila hagnaði til eigenda sinna?
Nei, nú þarf ég að taka lyfin mín.— Kristján Va (@kristjanvalur) September 27, 2022