Auglýsing

Íslenskar stelpur segja ósanngjarnt að borga helming á stefnumóti

„Ég hugsa oft bara ókei ef maður er að fara á deit með gæja og ef maður á að borga 50/50 – hugsið stelpur aðeins út í það, að þið keyptuð ykkur kannski outfit fyrir kvöldið eða áttuð eitthvað geggjað outfit. Þar eruð þið búnar að eyða pening,“ segir Steinunn Ósk Valsdóttir í hlaðvarpsþættinum „Skipulagt Chaos“ en myndskeið af spjalli hennar og meðstjórnanda þáttarins, Selmu Soffíu Guðbrandsdóttur, hefur farið eins og eldur í sinu um íslenska samfélagsmiðla að undanförnu.

Sitt sýnist hverjum enda hafa þær vinkonur frekar sterkar skoðanir á kynjahlutverkunum – að minnsta kosti þegar það kemur að því að greiða fyrir stefnumót. Steinunnn Ósk segir konur eyða miklu meira í það að gera sig til fyrir slík stefnumót heldur en hitt kynið – og rúmlega það.

Allt frá brúnkukremi yfir í andlitskrem

„Þið gerðuð ykkur til, eydduð fullt af tíma í það. Við vitum að konur eyða miklu meiri pening í að lúkka vel í hverjum einasta mánuði. Það eru neglur, hár, fara í litun, fara í plokkun – það er brúnkukremið sem við setjum á okkur,“ segir Steinunn Ósk þegar Selma Soffía grípur orðið og bætir við „allt make-upið og allt skincare-ið.“

„Afhverju í fokkanum ættir þú að borga líka?“

Mesti hitinn virðist þó vera í kringum þá fullyrðingu Steinunnar Óskar að karlmenn noti uppþvottalög í sturtu fyrir stefnumótið. Hvað sagði hún samt nákvæmlega?

Nota uppþvottalög í sturtunni

„Við erum bókstaflega að tala um að þeir fara í sturtu með fokking uppþvottalög og mæta á fokking deitið. Takið aðeins inn í að öllum karlmönnum langar að hafa konu sem hugsar vel um sig og lítur vel út og bjóða henni á deit þannig að allir sjái að hann sé með henni á deiti.“

Selma Soffía er sammála vinkonu sinni og tekur „Axel“ sem dæmi en draga má þá ályktun að viðkomandi sé kærasti hennar.

„Axel segir einmitt alltaf: „Þú lætur mig líta vel út. Þú ert my accessory.“ Það er svo true, þetta er eins og þú ert að segja.“

Stelpur borga alltaf meira á endanum

„Já. Ef þú mætir á deitið og átt að borga 50% á móti gæjanum þá ertu í rauninni samt alltaf að borga meira því þú hefur meira fyrir því að líta betur út og þú ert „the prize“ á þessu deiti og hann er að reyna að ná þér – afhverju í fokkanum ættir þú að borga líka?“ segir Steinunn Ósk.

Eins og áður segir, sýnist sitt hverjum. Hér fyrir neðan er myndskeiðið af spjallinu. Hvað finnst þér?

Hvað er Skipulagt Chaos?

Hlaðvarpsþáttinn „Skipulagt Chaos“ má finna á öllum helstu streymisveitum en óhætt er að segja að þar tali ungar konur sem séu óhræddar við að stinga á kýli og taka á umdeildum málum. Sjálfar segjast þær fjalla um allt og ekkert og að hjá þeim sé alltaf stutt í húmorinn: „Hér tökum við engu alvarlega og vonum að þið njótið,“ segja þær að lokum.

@skipulagt.chaos🥲♬ original sound – Skipulagt Chaos 💙

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing