Þorsteinn Sindri Baldvinsson,betur þekktur sem Stony, landaði á dögunum hlutverki í nýjum lögfræðiþáttum á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC.
Þættirnir heita Bluff City Law og í þáttunum fer hann með hlutverk aðstoðarmanns lögfræðinga á stórri lögfræðistofu.
Stony vakti fyrst athygli erlendis þegar hann lenti í öðru sæti í ábreiðukeppni Ryan Seacrest með sinni eigin útgáfu af laginu „Can’t Hold Us“ með Macklemore. Í framhaldi af því fékk hann aðalhlutverkið í Pepsi auglýsingu sem gerð var fyrir heimsmeistaramót karla í fótbolta.
Hann talar lýtalausa ensku og segist hafa lært mest af sjónvarpsþáttunum Seinfeld og Friends. Hann hefur farið með nokkur hlutverk táningsdrengja í gegnum árin og segist glaður með að leika núna persónu sem er eldri en 17 ára. Fyrsti þátturinn af Bluff City Law verður sýndur á mánudaginn næstkomandi og hefur NBC gert samning upp á 15 þætti til viðbótar. Þetta kom fram á vef Mbl.
Hér fyrir neðan má sjá Pepsi auglýsinguna sem hann lék í um árið.