Auglýsing

Íslenskt rækjusalat fyrir stórsöngvarann Seal og: „maðurinn sem fann upp eitís-sándið”

Það er bjartur og fallegur dagur þegar við Gulla, eða Guðlaug eins og hún er alltaf kölluð á Íslandi, setjumst niður á heimili hennar í Garðabænum. Sólin skín í gegnum skýin og dásamlegt útsýni er yfir sjóinn. Guðlaug leggur nefnilega mikið upp úr því að skapa jákvæða orku í öllum rýmum sem hún snertir, með fallegum innanstokksmunum og jafnvægi milli jarðar, viðar, elds, málms og vatns. Guðlaug hefur komið víða við í sínu lífi, var lengi aðstoðarframleiðandi í Los Angeles, stofnaði veitingastaðinn Gló á Íslandi og er helsta stuðningskona eiginmanns síns, Guðna Gunnarssonar. En hver er Guðlaug? 

Hún er fædd og uppalin á Akranesi og segist hafa farið sér hægt. Guðlaug var ekki krakkinn sem tranaði sér fram eða rétti upp hönd og hugsaði sér einfalt líf sem bókari eða endurskoðandi í framtíðinni. Það átti þó allt eftir að breytast eins og saga Guðlaugar leiðir í ljós. „Mér finnst ég alltaf vera Guðlaug en Gulla er eitthvað afsprengi af mér sem var til þegar ég flutti til Kaliforníu þegar ég var tuttugu og eins árs. Það var eitthvað við Kaliforníu sem kallaði á mig á þessum tíma og ég ætlaði nú bara að vera þar í þrjá mánuði og koma aftur heim, bara prófa eitthvað nýtt en ílengdist svo og var þar í næstum fimmtán ár,” segir Guðlaug.

„Ég hélt ekki að það væri nein sköpun í mér, mér fannst það vera eins langt frá mér og hægt væri. Ég vildi hafa allt í kassa, svart og hvítt og rétt og rangt en svo teygir lífið mann og tosar, maður kynnist alls konar fólki sem verður á vegi manns sem hefur áhrif á mann,” segir Guðlaug um það hvernig lífshlaup hennar hefur verið.

Íslenskt rækjusalat fyrir stórsöngvarann Seal  „Lífið er nefnilega svo handahófskennt,“ segir Guðlaug „og fullt af furðulegum tilviljunum sem koma okkur þangað sem við eigum að fara.“ Eftir þessa þrjá mánuði fékk hún starf sem barnfóstra í Malibu og kynntist svo tónlistarframleiðandanum Trevor Horn og fór að vinna fyrir hann. Trevor Horn er kannski ekki nafn sem lesendur kannast við en áhrif hans á popp- og raftónlist á níunda áratugnum voru svo veigamikil að hann hefur oft verið nefndur „maðurinn sem fann upp eitís-sándið”. Á meðan Guðlaug starfaði fyrir hann ákvað hún einnig að skrá sig í nám við UCLA-háskólann og tók þar kúrsa í markaðsfræði, ensku og viðskiptum en var alltaf að spá og spekúlera í hvað tæki við næst.

Í stúdíóinu hjá Trevor sá Gulla um ýmislegt og kynntist alls konar stórbrotnu og mögnuðu fólki, framleiðendum, stórstjörnum og smástirnum, tónlistarfólki og kvikmyndagerðarmönnum. En það var alltaf stutt í litlu stelpuna frá Akranesi. „Ég var svo mikill Íslendingur, ég vissi ekki neitt. Þetta var ekki eins og í dag þegar allir eru með Instagram og maður sér fólk út um allt, ég vissi ekki hvað helmingurinn af þessu fræga fólki hét,” segir Guðlaug hlæjandi.

 

Viðtalið birtist í Vikunni þann 7. september 2023  – hægt er að lesa það í heild sinni í áskrift hjá okkur ásamt Gestgjafanum og Hús og Híbýli.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing