Lögreglan í Namibíu hefur handtekið íslenska skipstjórann Arngrím Brynjólfsson vegna gruns um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. Arngrímur var leiddur fyrir dómara ásamt rússneskum skipstjóra í gær. Þetta kemur fram á vef Namibian Broadcasting Corporation (NBC).
Arngrímur starfaði áður um árabil hjá Samherja en ekki er vitað hvort hann hafi verið í erindagjörðum fyrir Samherja þegar handtakan átti sér stað.