Auglýsing

Íslenskur veruleiki hjá ungri fjölskyldu: ,,Mín bestu ráð til ungs fólks á Íslandi er að yfirgefa þetta sker“

Meðlimur á vef neytendasíðu vekur athygli fólks á afborgun af láni. Um er að ræða gjalddaga 26 af 480. Vextir af láninu er 489.555 krónur. Eins og sjá má lækkar höfuðstóll lánsins nánast ekki neitt eða aðeins um 10.426 krónur.

Eftirstöðvar lánsins: 57.296.694 krónur 

Eftirstöðvar lánsins eru 57.296.694 krónur en samkvæmt þeim kjörum sem viðskiptabankar á Íslandi bjóða, mun lántakinn greiða þá upphæð margfalt til baka á næstu 480 gjalddögum. Höfuðstóll þessara tæplegu 60 milljóna, lækkar um aðeins tíu þúsund krónur á gjalddaga. Þá þarf hann að borga bankanum 520 krónur á hverjum gjalddaga, fyrir að fá að borga af láninu.

,,Íslenskur veruleiki hjá ungri fjölskyldu. Mín bestu ráð til ungs fólks á Íslandi er að kjósa með fótunum, yfirgefa þetta sker. Það getur enginn búið við svona brjálæði til lengdar. Stjórnvöldum er alveg sama, getulaus, áhugalaus. Seðlabankastjóri, með sínar 3-4 milljónir segir að almenningur hafi það bara gott. Þetta er ekki land fyrir almenning, það er fyrst og fremst sniðið utan um auðmenn og elítuhópa.“ Segir neytandinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing