Samkvæmt nýlegri ævisögu sagði James Dean náinni vinkonu sinni og mótleikara, Elizabeth Taylor, að hann hafi verið beittur kynferðislegu ofbeldi í æsku af hendi prests fjölskyldunnar.
James Dean, sem lést í bílslysi árið 1955, aðeins 24 ára gamall, sagði Elizabeth frá ofbeldinu þegar þau unnu saman að tökum á myndinni Giant, en hún var gefin út eftir andlát James.
„Þau vöktu lengi á næturnar og spjölluðu saman og þegar James byrjaði að opna sig þá lét hann fljótlega allt flakka,“ skrifaði Jason Colavito í bókinni „Jimmy: The Secret Life of James Dean“
„Hann sagði Elizabeth að presturinn þeirra, sem talið er að hafi verið Séra James DeWeerd, hafi beitt hann kynferðislegu ofbeldi og Elizabeth hafi skynjað að ofbeldið hefði skilið eftir djúp og sársaukafull sár í sál James,“ skrifaði Jason.
Jason segir líka í bókinni að Elizabeth hafi fundist að James væri að gefa í skyn við hana að hann væri samkynhneigður en engar heimildir eru til sem styðja það.