„Það gleður okkur að staðfesta að Jólagestir Björgvins verða sendir út í beinu streymi í gegnum NovaTV og myndlyklum Símans og Vodafone,“ segir í tilkynningu frá Senu Live.
Þú getur valið þá leið sem þér hentar, en streymið í gegnum NovaTV virkar í næstum hvaða nettengda tæki sem er. Svona kaupir aðgang:
NovaTV
Þú ferð inn á tix.is/jolastreymi og kaupir miða. Það er mikilvægt að þegar þú kaupir miðann að hann sé á kennitölu þess sem er skráður fyrir NovaTV aðganginum.
Þú færð NovaTV aðgang frítt frá og með deginum sem þú kaupir miðann og þangað til 2 dögum eftir að streyminu lýkur. Eina sem þú þarft að gera er að sækja NovaTV appið og skrá þig inn. Ef þú ert ekki með NovaTV aðgang getur þú nýskráð þig hér.
Streymið opnast í NovaTV appinu og á www.novatv.is á þeirri kennitölu sem miðinn var keypur á.
Myndlykill Símans
- Veldu „Menu“.
- Smelltu á „Tilboðskóði“.
- Sláðu inn kóðann og þú færð opnun á rás 330.
- Skráðu þig inn í Sjónvarp Símans appið og smelltu á Meira.
- Smelltu á tilboðskóði.
- Sláðu inn kóðann og þú færð opnun á rás 330.
Þú getur einnig keypt aðgang beint í myndlyklinum þínum frá 17. desember, með fjarstýringunni.
Einungis er hægt að kaupa aðgang í myndlyklum Vodafone, engin miðasala fer fram á Tix.is.