Auglýsing

Jón Gnarr um pabba sinn sem hann byggði marga karaktera á: „Hann var líka alveg stórskrítinn“

„Við áttum ógeðslega erfitt samband, hann var líka alveg stórskrítinn. Mjög sérstakur. En ég hef nýtt þetta í minn feril sem grínisti – pabba minn,“ segir forsetaframbjóðandinn Jón Gnarr sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni.

Jón þarf auðvitað ekki að kynna en hann er án nokkurs vafa einn farsælasti listamaður þjóðarinnar og hefur verið það síðastliðinn 30 ár, auk þess að hafa tekið eitt vel heppnað kjörtímabil sem borgarstjóri Reykjavíkur. Hér segir hann frá því hvernig faðir hans hafði mótandi áhrif á marga af þeim karakterum sem Jón hefur skapað og leikið í gegnum tíðina.

„Georg Bjarnfreðarson er mikið byggður á pabba og mjög mikið af karakterum sem ég hef búið til. Pabbi var bara mjög sérkennilegur maður. Það hefur oft verið talað um það að þegar ég er með smásálina í Tvíhöfða, það er alltaf einhver karl sem talar eitthvað og byrjar svo að hvísla. Alltaf að hvísla og ef hann vildi leggja áherslu á eitthvað við mig þá fór hann að hvísla,“ segir Jón og bætir við að faðir hans hafi óþægilega barnalegur og skrítinn.

„Ég hætti að reykja þegar ég var 16 eða 17 ára. Ég sagði pabba að ég væri hættur að reykja og hann alveg duglegur. Jájá svo byrja ég bara aftur að reykja, gat þetta ekki. Svo kom pabbi kannski 3 vikum seinna þá hitti ég pabba og ég er reykjandi. Hann missir andlitið og spyr mig hvort ég hafi ekki verið hættur að reykja. Ég sagðist vera hættur við að hætta. „Ég er búinn að vera að segja öllum að þú sért hættur að reykja og það eru allir búnir að vera svo glaðir með það. Og nú ert þú búinn að gera mig að lygara.“ Þetta var allt svo skrítið en ég hef notað þetta. Þetta er aðal innihaldsefnið í öllum þessum skrítnu köllum sem hafa verið að hringja inn í smásálina.“

Hér fyrir neðan er stutt myndskeið frá viðtalinu en hægt er að horfa og hlusta á allan þáttinn með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing