Auglýsing

Júlían er Íþróttamaður ársins 2019

Júlían J.K. Jóhannsson var í kvöld kosinn Íþróttamaður ársins 2019 í árlegu kjöri Samtaka íþróttafréttamanna. Hann hlaut 378 stig og var með 53 stiga forskot á næsta mann.

Júlían er einn fremsti kraftlyftingarmaður landsins og keppir fyrir hönd Glímufélags Ármanns. Hann er fyrsti kraftlyftingarkappinn sem hlýtur þessi verðlaun í 28 ár eða síðan Jón Páll Sigmarsson hlaut nafnbótina.

Í öðru sæti var Martin Hermannsson með 335 stig. Martin sem leikur með Alba Berlin og íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fór fyrir liði sínu sem lék til úrslita í þýska bikarnum, þýsku deildinni og Evrópudeildinni.

Sara Björk Gunnarsdóttir, leikmaður Wolfsburg og fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins sem kosin var íþróttamaður ársins í fyrra lenti í þriðja sæti að þessu sinni með 289 stig.

Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing