Auglýsing

Kaffi, vatn og te á bæjarstjórnarfundum á Akureyri: „Óþarfi að bjóða upp á annað“

Kostnaður við veitingar á bæjarstjórnarfundum í Reykjavík hefur vakið mikla athygli í fréttum undanfarna daga. Á Akureyri láta bæjarfulltúar sér nægja Kaffi, vatn og te á bæjarstjórnarfundum. Þetta kemur fram á norðlenska vefmiðlinum Kaffið.is.

Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, sagði að í ljósi umræðunnar væri það sjálfsagt að upplýsa um veitinga á bæjarstjórnarfundum á Akureyri.

„Það var ákveðið fyrir nokkru síðan að óþarfi að var ákveðið fyrir nokkru síðan að óþarfi væri að bjóða upp á annað en kaffi, vatn og te þar sem að fundirnir hefjist öllu jafna ekki fyrr en klukkan 16:00 og óæskilegt að troða of miklu í sig rétt fyrir matmálstíma. Þá sé heldur ekki æskilegt að fundirnir standi of lengi…..þetta er því alhaldsaðgerð í víðum skilningi,“ segir Halla Björk.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing