Karítas Björgúlfsdóttur var sagt af heimilislækni sínum að hún væri bara með slæmt mígreni. Eftir að fjölskylda Karítasar heimtaði frekari rannsóknir kom í ljós að hún var með ólæknandi heilaæxli. Helmingur æxlisins, sem var á stærð í tómat, hefur nú verið fjarlægður. Eftir krabbameinsmeðferðina er Karítas í bata.
Að sögn Karítasar hefur æxlið verið til staðar í um 5 ár.
„Ég var reið yfir því að vera með krabbamein því ég hugsaði alltaf að þetta myndi aldrei gerast fyrir mig. Svo var mér sagt að ég væri með ólæknandi krabbamein og það er rosalega erfitt að fá að heyra það. Ég ákvað að reyna tækla þetta af jákvæðni og reyna gera allt sem ég get til að reyna losna við þetta, sem ég gerði.“
Karítas segir að sumir hjúkrunarfræðingarnir hafi byrjað að undirbúa hana fyrir dauðann.
„Það var svo svakalegt og ég var komin með líknateymi í janúar þegar ég er búinn í lyfja og geislameðferðinni. Þá förum ég og systir mín til Tenerife í svona lúxusferð sem var rosalega næs. Við tókum heila viku og gerðum bara ekkert. Síðan þegar það voru tveir dagar eftir hringir hjúkrunarfræðingur í mig og biður mig um að svara nokkrum spurningum. Ég bað um að fá að fresta því framyfir ferðina og það var ekkert mál. Hún segir síðan við mig undir lok símtalsins að ég þyrfti síðan að koma á fund með líknateyminu mínu þegar ég kæmi til baka.“
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.