Auglýsing

Kartöflugratín með timjan og bragðmiklum osti

Hráefni:

  • 3 1/2 dl rjómi

  • 2 tsk sjávarsalt

  • 3 hvítlauksgeirar, rifnir niður

  • 1 msk smjör

  • 1 skallott laukur skorinn smátt

  • 8 kartöflur, skornar í þunnar sneiðar

  • 2 1/2 dl rifinn Gruyere, Jarlsberg eða Beaufort ostur (fæst í ostaborðinu í Hagkaup t.d.)

  • 1 1/2 dl rifinn parmesan

  • 1 tsk saxað ferskt timjan

Aðferð:

1. Hitið ofninn í 170 gráður. Hitið rjóma, salt og hvítlauk í potti. Þegar suðan kemur upp er hitinn lækkaður örlítið og þetta er látið malla í 5 mín. Takið af hitanum og leggið til hliðar.

2. Hitið smjör á pönnu og steikið skallott laukinn í 5 mín eða þar til hann fer að mýkjast.

3. Raðið kartöfluskífunum í eldfast mót og hellið rjómablöndunni yfir. Leggið álpappír yfir mótið og bakið í 1 klst og 15 mín.

4. Takið þetta úr ofninum og stillið hann á grill stillingu. Dreifið gruyere og parmesan yfir. Kryddið með timjan. Setjið þetta inn í ofninn þar til ostinn er farinn að taka á sig fallega gylltan lit. Berið fram strax.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing