Auglýsing

Kjart­an Þorkels­son skipaður rík­is­lög­reglu­stjóri tíma­bundið

Kjart­an Þorkels­son, lög­reglu­stjóri á Suður­landi, verður skipaður rík­is­lög­reglu­stjóri til bráðabirgða er Har­ald­ur Johann­essen hætt­ir störf­um um ára­mót. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag.

Að sögn Áslaugar Örnu eru starfslok Haraldar í góðri sátt, en þau hefðu komist að því í sameiningu að kominn væri tími á nýjan aðila í embættið. Vonast hún eftir því að fá öflugar umsóknir fyrir starfið en staðan verður auglýst fljótlega.

Kjartan verður eins og áður sagði ríkislögreglustjóri til bráðabirgða en hann hyggst ekki sækjast eftir starfinu til frambúðar. Sér­stakt lög­regluráð tek­ur til starfa í byrjun nýs árs og mun það funda mánaðarlega. Í því munu all­ir lög­reglu­stjór­ar lands­ins sitja, auk rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þetta kom fram á vef Mbl.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing