Margir muna eftir því þegar Ólafur Ragnar,fyrrverandi forseti, og kona hans Dorrit Moussaieff tilkynntu það að þau myndu klóna hundinn sinn, Sám.
Sýni voru tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas í Bandaríkjunum, sem ræktaði úr þeim frumur.
„Sámur er orðinn nokkuð gamall, hann er orðinn ellefu ára. Þannig að Dorrit ákvað að láta klóna hann. Það eru sem sagt tvö fyrirtæki í heimi sem klóna hunda. Annað er í Texas og hitt er í Suður-Kóreu,“ sagði Ólafur Ragnar. „Við fórum til dýralæknis. Það var tekið sýni af húðinni og sent út til Texas. Nú er búið að rækta úr því frumur og hvenær sem við viljum og erum tilbúin að fá nýja Sám. Dorrit ákvað að gera ekki fyrr en Sámur væri allur. Ég veit ekki hvort Sámur yrði þá fyrsti hundurinn á Íslandi sem yrði klónaður.“ sagði Ólafur í samtali við Morgunkaffið á Rás 2 í fyrra haust.
Sámur lést fyrr á þessu ári. Nú hefur klónaður Sámur litið dagsins ljós þar ytra. Ólafur Ragnar greinir frá þessu í færslu á Twitter.
For those who followed the sad news of our beloved #Samur passing away earlier this year, we now share the splendid, somewhat unbelievable, report that now #Samson has been borne in the USA due to the process of cloning. More news and pictures on Dorrit’s Instagram! pic.twitter.com/LofoSyzQVP
— Ólafur Ragnar Grímsson (@ORGrimsson) October 28, 2019
Dorrit greinir einnig frá því í færslu á Instagram síðu sinni að Sámssonur sé heilsuhraustur og borði vel.