Auglýsing

Kökur + málverk = list

Valgerður Ýr Walderhaug opnar sýninguna Kökur eru málverk, málverk eru kökur í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 19. nóvember. Valgerður er fædd árið 1991 og nýútskrifuð úr framhaldsnámi frá Listaháskólanum í Þrándheimi. Kökur eru málverk, málverk eru kökur er innsetning með málverkum, skúlptúrum og fundnu efni.

Innblástur sýningarinnar eru kökur og aðrir eftirréttir, hið girnilega og ógirnilega og samspil mannsins við umhverfi sitt og neyslumenningu. Valgerður býr til kökuskúlptúra úr gifsi, málningu, sparsli og öðru efni sem gjarnan er notað til listsköpunar frekar en matargerðar. Verkin eru gerð í óreiðukenndu og tilraunakenndu ferli þannig að umhverfið minnir á eldhús þar sem allt er í rúi og stúi eftir langa, maníska bökunarnótt.

Síðasti sýningardagur er 17. desember. Ekki verður sérstök opnun vegna hertra samkomutakmarkana. Sýningin er opin kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 12-16 á laugardögum. Listasalur Mosfellsbæjar er staðsettur inn af Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing