Auglýsing

Kolbeinn vaknaði við óboðinn gest í svefnherberginu hjá sér

Þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé lýsir því á Facebook síðu sinni hvernig hann vaknaði við það að ókunnugur maður stóð inni í svefnherberginu hjá honum.

„Í nótt vaknaði ég við að ókunnur maður stóð inni í svefnherberginu mínu. Fyrir þau sem ekki hafa reynt það get ég upplýst að hægt er að vakna á betri hátt. Ég rauk upp og rýndi í andlit hans í myrkrinu til að sjá hvort þetta væri einhver sem ég þekkti, sem reyndist sem sagt ekki vera. Ekki datt mér nú í hug í fátinu að kveikja ljósið. Venjulega býð ég gesti velkomna, en einhvern veginn fannst mér þessar aðstæður ekki kalla á slíkt, heldur þreif ég til hans og ýtti honum út úr herberginu, fram stofuna, niður stigann og út,“  skrifar Kolbeinn.

„Honum fundust móttökurnar heldur slælegar, hélt fast um síma sinn og tautaði reglulega um hvort við gætum ekki rætt málin, ástandið væri ekki gott. Hann muldrar eitthvað um hrun og grípur um pyngjuna; þessar ljóðlínur Megasar komu upp í hugann. Mér fannst aðstæðurnar ekki bjóða upp á djúpar samræður, hann klæddur, ég alls ekki, hann nýkominn af djammi, ég nývaknaður.“

Hér fyrir neðan má sjá færslu hans í heild sinni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing