Um sjötleytið í gærkvöldi fékk lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um húsbrot og þjófnað í íbúðarhúsnæði í Hlíðunum.
Þar hafði kona komið að annarri konu inni á heimili sínu og var sú óboðna búin að klæða sig í föt af húsráðanda. Húsráðandi náði að koma óboðna gestinum út af heimilinu en sá í kjölfarið að veski og fleiri munir voru horfnir.
Málið er í rannsókn hjá lögreglu.