Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu rétt fyrir klukkan tvö í nótt um eld í íbúð í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu.
Þegar slökkvilið kom á staðinn fengu þeir fregnir um að kona væri inni í íbúðinni. Reykkafarar voru sendir inn og fannst konan fljótlega. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi.
Greiðlega gekk að slökkva eldinn en eldur barst í aðrar íbúðir hússins og fengu íbúar aðstoð Rauða krossins með gistingu og áfallahjálp. Ekki er vitað um eldsupptök en lögreglan mun fara með rannsókn málsins.