Erlend kona var nýverið stöðvuð af tollgæslunni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Í ferðatösku hennar reyndust vera þrír vel innpakkaðir leikfangakassar, fullir af töflum og ampúlum. Konan játaði að um stera væri að ræða. Lögreglan á Suðurnesjum handtók konuna og færði á lögreglustöð.
Hún sætir nú tilkynningaskyldu á meðan hún dvelur hér. Þetta kom fram á vef Víkurfrétta.